Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 40
Prestafélagsrilið. Jón ÖgmundsSOD. 35
klerk og snjallasta«. Er svo að sjá, sem biskup hafi haft
hann út hingað með sér, er hann kom frá vígslu, og ]>ví
ekki ósennilegt, að hann hafi valið hann að tilvísun Oss-
urar erkibiskups. Veitti Gísli prestur skólanum forstöðu
í mörg ár og var biskupi mjög bjálplegur um alt uppeldi
guðs kristni í biskupsdæmi hans, bæði í kenningum sin-
um og prédikun. Er svo að sjá, sem hann haii haft mikil
áhrif á lærisveina sína. En auk þess sem biskup sjálfur
að líkindum hefir, að því er ástæður og embættisannir
leyfðu, tekið þátt í kenslunni, lét hann kirkjuprest sinn,
frakkneskan mann og sæmilegan prestmann, er Ríkini hét,
kenna þar sönglist og versagerð.
Ýmislegt virðist benda til þess, að enn hafi verið ekki
allfátt útlendra presta á íslandi, ekki síður en annars-
staðar á Norðurlöndum. Var til þess sú sérstaka orsök,
að erfitt var að fá svo marga innlenda presta sem þurfti,
og svo skifli ætterni og tunga litlu máli á þeim tímum,
þar sem allur messuflutningur fór fram á latneska tungu.
l*á var og sú önnur orsök þess, hve erfitt var að fá nægi-
lega marga innlenda presta, að við llestar hinar meiri
kirkjur voru fleiri prestar en einn. Af máldaga Stafholts-
kirkju (1140) má sjá, að ætlast hefir verið til, að þar
væru þrír prestar og einn djákni.
Sennilega hefir námið verið svipað og í samskonar skól-
um erlendis, »þær sjö frjálsu listir« í tveim aðaldeildum:
undirbúningsdeild (trivium), þar sem kendar voru þessar
fræðigreinar: málfræði, mælskufræði og hugsunarfræði
(grammatica, rhetorica et dialectica), og lærdómsdeild
(quadrivium), þar sem aðalnámsgreinarnar voru tölvísi,
mælingarfræði, stjörnufræði og sönglist (arithmetica, geo-
metria, astronomia et musica) — en að líkindum þó í
lítilsháttar ágripi, svo að þess betri tími ynnist til að
fást við þá fræðslu, sem mestu skifti fyrir prestaefni. Að
megináhersla hafi verið lögð á /af/nunámið ræður að lík-
indum. Latína var mál allra lærðra manna um Norður-
álfu, bókmál fleslra landa, þar sem bækur voru ritnar