Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 54
Prestaféiagsritið. Ungkirkjuhreyfingin sænska.
49
eftir Leginum. Það er sumar. Fagurgrænar skógarhæðir
eru á bæði borð. Sumstaðar gægist bert bergið upp úr
skógarþykninu, sumstaðar smá hvít hús fram úr því við
ströndina, sumstaðar smá þorp. Okkur finst leiðin lang-
sótt og — þó ekki um of. Sífelt verður að sveigja fyrir
nes og inn á milli eyja. Loks er stefnt upp að ströndinni
og við stígum á land — í Sigtúnum.
Við kunnum þegar í stað vel við okkur. Bærinn minnir
mjög á íslenzku kauptúnin. Stærðin er lík (íbúar 640),
hann liggur niðri á ströndinni við ofurlítinn vog eins og
þau. Húsin eru flest úr timbri, smá og standa óreglulega
eins og í íslenzku kauptúnunum og stíll þeirra er líkur.
En ef litið er upp úr bænum ber margt fyrir augað,
er við könnumst ekki við úr íslenzkri náttúru. Hér er
það voldugur furuskógurinn, sem vefur sig um bergin og
hæðirnar rétt ofan við bæinn, sem er einkennandi, og í
lægðunum á milli eru akrar og matjurtagarðar.
En brátt tekur annað athygli okkar. I*að eru gömlu
kirkjurústirnar í skógarjaðrinum ofan við bæinn, rústirnar
af elztu kirkjunum sænsku. Þrátt fyrir margra alda óhirðu
standa þær enn svo vel, að við getum gert okkur ljósa
grein fyrir, hvernig þær hafa litið út fyrir nærri 900 ár-
um, svo ramlega hafa þær verið bygðar. Þær voru ekki
heldur eingöngu bygðar sem guðshús, ekki eingöngu sem
kastalar i andlegu baráttunni fyrir kristninni, heldur líka
sem kastalar í veraldlegri baráttu, þar sem barist var
með sverðum og spjótum. Þar skyldi vera alt annað en
greitt aðgöngu gegnum granítinn, eða þröngar dyr gegn
reiddum sverðum og spjótsoddum. Og ef annað þraut,
var turninn síðasti varnarstaðurinn, þar sem hann reis
sterkur og traustur yfir háaltarinu.
Svo verður okkur litið upp til hæðanna aftur, sérstak-
lega þeirrar, er hæst ber norðaustan við bæinn. Og þar
sjáum við enn einn turninn bera yfir furuþyknið. Hann er
alveg af sömu gerð og gömlu kirkjuturnarnir, en úr hon-
um er ekkert hrunið. Þarna uppi er »Sigtuna folkhög-
4