Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 9
4
Valdimar Briem:
Prestafélagsritið.
að hann hefir metið hann mjög mikils sem trúarskáld, en
eigi er mér þó sýnilegt, að hann hafi í neinu tekið hann sér
til fyrirmyndar, enda er þess engin von. Hvað sem trúar-
skoðunum líður, þá eru lífsskoðanir þeirra í mörgu næsta
ólíkar, og aldarhátturinn nú í svo mörgu orðinn allur
annar en var á 17. öld. Yfirleitt verður eigi annað séð,
en að Matthías í trúarljóðum sínum, sem og í kveðskap
sínum, yfirhöfuð sé algerlega sjálfstæður.
Þegar um einstakar greinir trúarljóða hans er að ræða,
þá er fyrst að minnast á sálma hans, því að þeir eru sú
tegund kveðskapar, sem að sjálfsögðu er einkum trúar-
legs eðlis. Eins og kunnugt er, var séra Matthías einn af
þeim, sem efnuðu til sálmabókar þeirrar, er fyrst kom út
1886. Og eftir því sem hann hefir sjálfur sagt, hefir hann
átt talsverðan þátt í að efnað var til þessarar sálma-
hókar. Hann var því sjálíkjörinn i nefndina, sem að
þessu vann, enda hefði verið sjálfkjörinn hvort sem var,
sökum skáldgáfu sinnar og andagiftar. En eigi Iét hann
sérlega mikið til sín taka í nefndinni, og lagði fremur
fátt til mála, en gott eitt það sem það var. Eigi lagði
hann heldur ríflegan skerf til bókarinnar að vöxtum; en
því betri var hann að gæðum, enda mun meginið af því,
sem hann hafði á boðstólum, hafa verið þegið, og það
með þökkum, sem vænta mátti, enda eru flestir sálmar
hans í sálmabókinni skínandi perlur á þvi sviði. Nægir í
því efni að minna á sálmana: »Legg þú á djúpið eftir
drottins orði, »Fyrst boðar guð sitt blessað náðarorðið«,
»Hvað boðar nýjárs blessuð sól« og »Faðir andanna«.
Svo má og nefna kvöldsálminn; »Ó drottinn, minnar sálar
sól«, barnasálmana: »Mitt lán og sorg og líf og önd«,
»Ó ljóssins faðir, lof sé þér« og »Þú guð míns lífs, ég
loka augum mínum«. Svo og kirkjuvígslusálmana: »Ó
maður, hvar er hlífðarskjól« og »í þennan helga herrans
sal«. Og ýmsa mætti nefna fleiri. Eitt vers sem ekki er í
neinum af þeim sálmum, sem hér eru taldir, vil ég