Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 139
134
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
þegar hann einatt var í þann veginn að leggja árar í
bát, sökum daufra uudirtekta allra, sem hann leitaði til,
þá örvaði hún hann og hughreysti, og bað hann um að
hverfa ekki frá áformi sínu, sem áreiðanlega væri guði
þóknanlegt og af guði vakið í sálu hans. Er enginn vafi
á, að hann hefði gefist upp um síðir, ef hann hefði ekki
notið stuðnings konu sinnar í öllu þessu andstreymi sínu
og baráttu við hleypidóma og skilningsleysi manna, og
það jafnvel þeirra, er helzt hefðu átt að skilja hann.
Eftir 11 ára baráttu og margvíslegt hugarstríð fór Egede
loks að sjá til sólar á vonarhimni sínum, og horfurnar á því
að skýrast, að hann fengi að sjá þessa hjartans ósk sína
rætast, að geta flutt Jjós fagnaðarerindisins ættbræðrum
sinum á Grænlandi, sem hann þóttist mega ganga að þvi
vísu, að sætu þar í andlegu myrkri vanþekkingar og
heiðindóms. Árið 1717 hafði Egede sagt af sér embætti
sínu skilyrðislaust og kvatt söfnuði sína, til þess því betur
að geta undirbúið alt sem þurfti; þvi að hann var stað-
ráðinn í að láta nú ekkert aftra sér frá að fylgja þrá
bjarta síns. Hann fór nú til Khafnar og talaði máli sínu
við konung og trúboðsnefndina (missionskollegiet), og 1719
ritaði konungur stiftamtmanni Björgvinar og bað hann
að skora á Björgvinar-kaupmenn að ihuga hvort ekki
mætti arðvænlegt teljast, að hefja verzlunarsamband við
Grænland. En sú var hugsun konungs, að fá þar bak-
hjall fyrir trúboðið, er með þeim hætti gæti orðið kostn-
aðarlítið fyrir rikissjóð. En þetta bar lítinn árangur í
bili. í stað þess að eiga nokkuð undir Björgvinar-kaup-
mönnum, varpaði Egede allri áhyggju sinni á drottin og
réðst nú i að kaupa sjálfur (með tilstyrk góðra manna)
skip til Grænlandsfararinnar. Það kostaði hann nálega
10 þúsund ríkisdali, sem var mikið fé í þá daga. Þegar
nú skipið var fengið, fékst samþykki stjórnarinnar til
þessa leiðangurs, og 1721 var Egede af konungi skipaður
trúboði á Grænlandi með 300 dala árslaunum og 200
dala styrk til fararinnar. Mikið fé var þetta ekki, en Egede