Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 162
Preitafélagsritið.
Gnðsríki er nálægt.
157
og víðsýni, hvernig sem það kann að mótast að öðru
leyti. Því að hvar sem við sjáum menn reyna í einlægni
að vinna fyrir guðsríki, þar megum við vita, að guð er
sjálfur með i verki. Þó hugir okkar geti ef til vill ekki
samþýðst við það, þá er í því engu að síður brot af sann-
leika frá guði, sem fundist hefir í samlífinu við hann, og
það eigum við að viðurkenna í kærleika og lotningu. Við
getmn verið jafneinbeittir og ákveðnir í allri framkomu
okkar fyrir því, og eignumst að auk miklu meiri og var-
anlegri starfsgleði. Á þennan hátt verður baráttan milli
ólíkra stefna og skoðana til blessunar einnar, eftir trúar-
þroska þjóðanna, og lyftir andlegu lífi þeirra á hærra stig.
Hnlinn kraftur guðs er í stríðinu. Hver alda, sem hefst,
og hver röst, er myndast, ber á sinn hátt vitni um nálægð
hans. Frá honum eru allar hreyfingar runnar, um líf ein-
staklinga. Á þessu byggist vonin um það, að allar kirkju-
deildir sameinist að lokum og fyrirheitið dýrlega rælist um
eina hjörð, einn hirði. Og þá hlýtur sú kirkja að standa
og vera sigurkirkja, sem gat breitt faðm sinn móti ólíku
trúarstefnunum og látið lífssannindin, er opinberuðust í
þeim, sameinast anda sinum. En svo er jafnsælt að sigra
og verða sigraður, þvi að sannleikurinn er sigurvegari
yfir báðum.
Mestu skiftir það þó fyrir okkur, að við munum hægt
og hægt taka að eygja ráðningu á þyngsta vandamáli lífs-
ins, sem allri æfinni er ætlað að verja til að leysa. Okkur
er það dýpst sorgarefni, hversu mikið brestur á í reynd-
inni, þrátt fyrir löngun okkar og viðleitni, að öll störf
okkar megi bæði í smáu og stóru vera helguð guðsríkinu
einu. Að visu veldur andlegur sljóleiki okkar því, að við
finnum ekki mjög til þess að slaðaldri, en þó munu þau
augnablik renna upp í lífi okkar aftur og aftur, að ró-
semin bifast og við horfum á það hrygg og óltaslegin,
hvað æfin okkar líður við dag eftir dag. Þetta læknast
ekki fyr en samlífið við guð hefir kent okkur að þekkja
svo köllun okkar, að við sjáum veg til þess, að leggja