Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 104
Prestafélagsritið.
Sænsk guðfræði og trú.
99
licum« væri haldið í messunni, þar sem hann taldi, að
söfnuðurinn skildi ekki lengur þá útlistun trúarstaðreynd-
anna, sem þar í felst. í stað þess vildi hann, að prestur-
inn flytti »Faðir vor« frá altarinu.
Linderholm vildi álíta það örðugt og ábyrgðarmikið
verk, að semja nýja trúarjátningu. Taldi hann þó eðlilegt
að þess væri vænzt af þeim, sem breyta vildu til i kirkj-
unni. »Trúarjátningin« ætti að vera greinileg og ótviræð
yfirlýsing þess, sem allur söfnuðurinn trúir, en ekki ok
til að leggja á skynsemi mannsins. Og loks endaði hann
grein sína með trúarjátningar-tillögu sinni, sem eigi er
þörf að tilfæra hér, en beint var til guðs föður eins, og
áherzla lögð á hjálpræðissöguna og starf andans.
í sama hefti ritsins »Det andliga nutidsláget och kyrkan«
kom fram önnur tillaga frá T. Bohlin, dócent í siðfræði.
Var hún sú, að á undan upplestri trúarjátningarinnar í
messunni færi inngangur (ingress), sem sýndi hinn sögu-
lega skilning á henni. Um þetta atriði urðu svo umræður
miklar í blöðum og timaritum, og sjálfstætt rit kom út
eftir Bengt Oxenstjerna, greifa í Stokkhólmi, sem stendur
Linderholm mjög nærri, en getur þó hugsað sér miðlunar-
leiðina. Á kirkjuþingi (kyrkomöte) Svía hinu síðasta kom
svo fram tillaga, sem fór mjög í sömu átt og tillaga Boh-
lins: að framan við trúarjátninguna væri bætt inngangi,
sem væri þess efnis, að söfnuðurinn vildi þannig játa trú
sína »með orðum feðranna«. Tillaga þessi átti fylgi mikið
°g var allmikið rædd, En þó varð það ofan á, að fara
gætilega í þessu máli, og var tillagan feld. En þó að
gætnin og íheldnin sigraði hér í bili, sem margir vildu
telja heppilegt, og það þeir, sem fylgjandi eru efni tillög-
unnar, er þetta þó stór viðburður í sögu evangeliskrar,
kirkjulegrar guðfræði, og má ætla, að hann sé fyrirboði
annars meira.
Eftir þessa frásögu er ekki öðru við að bæta en því,
að sú hreyfing í sænskri guðfræði, sem þessar umræður