Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 101
96 Árni Sigurðsson: PrestaféUgsritið.
hans nálgist mjög »deismus« (trú á fjarlægan, óvirkan
guð). Áhrif guðs geta ekki verið einskorðuð við manns-
sálina og hið andlega lifið. Bæn kristins manns verður
eðlilega að gripa yfir alt, líka tímanlega hluti, þó að
bænin: »verði þinn vilji«, hljóti jafnan að vera síðasta
orð hvers þess manns, sem hefir Jesú trú. Aðeins með
slíkri bæn getur guð verið dýrkaður í Jesú anda, sem
faðirinn, er veit að mennirnir þarfnast alls þessa. Trúin
hlýtur að líta á alla tilveruna, jafnt hina ytri náttúru
sem andlegan heim mannssálarinnar, sem eina samfelda
og heilsteypta fyrirbrigða- og atburðakeðju, sem sjálfur
guð hefir í hendi sér. En svo eru hugsanleg tvö viðhorf
við þessari heild. Náttúruvísindin líta á alt frá orsaka-
hliðinni, en trúin sér iilgang í öllu. Vísindin líta einkum
á hin ytri fyrirbrigði og sýnilegar myndir hluta og við-
burða, og finna þar viss hlutföll og ytra samhengi. En
trúin reynir að skygnast inn í hið innra eðli hluta og
viðburða, og finnur þar talandi tákn guðlegrar forsjónar
í öllu, smáu sem stóru.
Til samanburðar við grein Linderholms tökum vér hér
t. d. skoðun þessarar stefnu á kenningu eins og megjar-
fœðingunni. Linderholm segir: Petta getur ekki hafa gerst
þannig! íhaldsstefnan svarar: t*að verður að hafa gerst
þannig, því að annars væri Jesús ekki frelsari. Lindblom
vitnar hér til orða Pontus Wikners1): »Ef það var nauð-
synlegt til þess að guð næði tilgangi sínum, hefir það
skeð, annars ekki. En guð veit einn um þessa nauðsyn«.
»Ef einhver trúir meyjarfæðingunni«, segir Lindblom, »gerir
hann það vegna þess að trú hans opnar honum skýr-
ingarleið, sem fullnægir honum, þótt vísindin viðurkenni
hana ekki. En fyrir tráarlifið sjálft hefir þetta atriði enga
þýðingu. Jesús er, samkvæmt reynslu trúaðs manns, frels-
arinn, hvað sem því líður. Pannig er það trúin, sem sann-
prófar trúarlærdómana.
1) Sæoskur heiraspekingur og ágætismaöur mikill. Varð prófessor viö há-
skólann í Osló og dó 1888.