Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 64
PrestaféiagsrMð. Ungkirkjuhreyfingin sænska.
59
sterk, leiðir þær inn á þær brautir. Sjálfur er hann manna
fúsastur til að viðurkenna hvern sannleika, jafnt í skoð-
unum andstæðinga og flokksbræðra. Og hreinskilni lætur
hann engan gjalda, heldur njóta. En annan beinan þátt
tekur hann ekki í umræðunum en þann, að hann heldur
þeim við efnið og á réttum kili, og svo að þeim loknum
lýsir hann sinni skoðun á efninu og aðalskoðunum þeim,
sem fram hafa komið.
Jafnframt þessu er spurningaleiðin látin standa nem-
endum sem opnust. Þeir eru boðnir velkomnir heim til
kennaranna, til að ræða við þá um persónuleg efni. Og til
þess að ekkert aftri þeim frá að koma fram með þær spurn-
ingar, er þyngst hvíla á þeim, eða frekast standa í vegi
fyrir skilningi á erfiðum viðfangsefnum, er þeim leyft að
leggja þær í lokaðan póstbréfakassa án þess að skrifa
nafn sitt við, og svo er þeim svarað opinberlega á til-
nefndum tíma. Nægi spyrjendum svarið ekki, er þeim
velkomið að ræða efnið betur í einrúmi.
Spurningar þær, sem á þann hátt eru lagðar fram, eru
jafnan um almenn efni: trúmál, þjóðfélagsmál og almenn
siðferðismál. Yfirleitt leggur skólinn mjög mikla áherzlu
á að fá nemendur til að hugsa um það, sem er að gerast
í lífi þjóðarinnar, jafnt í trúmálum, mentamálum og þjóð-
málum, og að því er horfið aftur og aftur í kenslunni.
t*að munu fáir skólar fylgjast jafnmikið með tímanum,
sem er að líða, og Sigtúnaskólinn. — í’ví miður var sá
kennarinn, sem ræðir undirstöðuatriði þjóðfélagsmálanna
með nemendum, fjarverandi, meðan ég dvaldi við skól-
ann, og þeirri kenslu frestað til síðari hluta vetrarins. En
því fór fjarri, að þögn væri um þau mál. Sérstaklega
komu pólitiskar og trúarlegar skoðanir skarpt fram í
andstæðu hver við aðra. þroskuðustu nemendur skólans
voru »vánster- eða ung-socialistar«. Þeir trúðu fast-
lega á, að endurbætur á þjóðfélaginu með gagngerðri
skipulagsbyltingu væri eina leiðin til aukinnar menn-
ingar og farsældar. Slíkt brýtur ekki alllítið í bág við þá