Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 120
Prestafélagsritið.
Bænalíf Jesú.
115
faðirinn viti, að þeir þarfnist alls þessa. En að hann telji
lærisveinum sínum leyfilegt að fela föðurnum himneska
einnig það, sem vér nefnum jarðneslt gæði, sjáum vér
bæði af orðunum í »endurkomuræðunni« í Markúsar-
guðspjalli og af fjórðu bæninni í »Faðir vor«.
í Mark. 11, 25. er talað um bæn til guðs um fgrirgefn-
ingu á misgerðum, og bæn tollheimtumannsins í dæmi-
sögunni: »Guð, vertu mér syndugum liknsamur!« er fagurt
dæmi slíkrar bænar. — Að hinu sama lúta orð Jesú til
lærisveinanna í Getsemanegarði: »Vakið og biðjið, til þess
að þér fallið ekki í freistni; andinn er að sönnu reiðu-
búinn, en holdið er veikt«.
Um pakkarbænina talar Jesús óbeinlínis í svari sínu
til þakkláta Samverjans, sem lækningu hafði blotið ásamt
níu öðrum líkþráum (Lúk. 17. kap.), en í dæmisögunni
um Faríseann og tollheimtumanninn er dregin upp fyrir
oss mynd af því, hvernig þakkarbænin megi ekki vera.
Um fgrirbœnina hefir Jesús talað berlega. Hann ætlast
til þess af lærisveinum sínum, að kærleikur þeirra verði
svo víðfeðma, að þeir geti jafnvel beðið fyrir þeim, er
sýna þeim ójöfnuð og ofsækja þá (Lúk. 6. og Mt. 5. kap.).
Um samfélagsbœn eigum vér aðeins ein ummæli. Það
eru orðin í Matt.guðspj: »Ef tveir af yður verða sammála
á jörðunni, mun þeim veitast af föður mínum, sem er í
himnunum, sérhver sá hlutur, sem þeir kunna að biðja
um; þvi að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir
í minu nafni, þar er eg mitt á meðal þeirra« (18. kap.). —
Þegar vér svo virðum iFaðir vor«. fyrir oss, sjáum vér
hversu sú bæn er fagurlega í samræmi við ummæli Jesú
um bænina og bæn hans sjálfs.
Gœðin, sem lærisveinum Jesú er lagt þar á hjarta að biðja
um, bæði fyrir sjálfa sig og aðra, eru þrjár mestu gjafirn-
ar, sem hverjum manni er nauðsynlegast að öðlast frá
guði: koma guðsríkis, daglega brauðið og fgrirgefning sgnd-
anna. Við bænina um að riki guðs komi er bætt bæninni
um að vilji hans verði, sem er nálega alveg sömu merk-