Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 47
42
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
ings hér. Svo gestrisinn, sem hann var og ör á fé og veit-
ingasamur við alla, var hann í öllu hinn mesti sparneytn-
ismaður sjálfur. Hann virðist liafa verið glaðsinna að
eðlisfari, en amast við þeim þjóðlegum skemtunum, sem
honum þóttu athugaverðar í siðferðilegu tilliti. 1 hjarta sínu
var hann hlyntur hinum munklega meinlætalifnaði og
lineigðist æ meir og meir í þá átt eftir því sem hann elt-
ist. Hann fastaði löngum og vakti mikið og var á bæn-
um nætur og daga.
Klausturlifnaður var enn enginn kominn á fót hér á
landi, er Jón gerðist biskup og tilraunir höfðu engar ver-
ið gerðar hér í þá átt, það menn viti, siðan er land
bygðist, nema ef til vill af Róðólfi biskupi á Bæ í Borg-
arfirði, sem þó er vafasamt. En svo áhugasamur sem
Jón biskup var um vöxt og viðgang andlegs liís í stifti
sínu, þá er sízt furða, að honum léki hugur á að koma
klaustri á fót, þar sem menn gætu lifað guði helguðu lífi
fjarri skarkala veraldar. Þar kom þá og um síðir fjTÍr
áhrif .Tóns biskups, að ákveðið var að stofna ldaustur á
þingeyrum í Húnaþingi. Kirkju og bæ að Þingeyrum
var áformað að reisa á öndverðum dögum Jóns bisk-
ups með áheiti vegna harðæris. Þar eftir bygði Þorkell
prestur trandill fyrstur bæ að Þingeyrum, og hefir hann
líklega verið settur til þess af biskupi að sjá um byggingu
staðar og kirkju. Sjálfur lagði biskup til byggingarinnar
allar biskupstiundir milli Hrútafjarðarár og Vatnsdalsár,
en siðar varð mikill ágreiningur um þær tíundir. Að
klaustrið komst ekki á í tíð Jóns biskups hefir sennilega
orsakast af þvi, að fé hefir safnast seint upp í kostnaðinn.
Það varð ekki fyr en í tíð eftirmanns hans, Ketils biskups,
er þangað vígði fyrsta ábótann (1133) Vilmund Þórólfs-
son, lærisvein Jóns biskups. Var þar sett regla heilags
Benedikts hin endurbætta, og varð klaustrið brátt frægt
fyrir bókmentalíf, er þar stóð með miklum blóma.
Veturinn 1121 tók Jón biskup sótt, er Ieiddi hann til
bana. Áköf var hun ekki, svo að biskup gat skipað fyrir