Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 70
Prestaféiagsritið. Ungkirkjuhreyfingin sænska.
65
þar sem þeir geta átt »heima«, þegar þeir fá hvíld frá
störfum sínum, og á þann hátt haldið sambandi við skól-
ann. Og fjáröflun til þessa gengur svo greitt, að sumir
gera sér jafnvel von um, að byrja megi að reisa skálann
að vori.
Við kynninguna af klaustrinu og klausturlífinu hefi ég
að nokkru leyti orðið fyrir vonbrigðum. Hér á sér ekki
stað hið forna klausturstarf, andlegt og líkamlegt. Naum-
ast heldur innileg og starfsöm leitin eftir guði og andleg-
um þroska til að geta fundið hann, sem einkendi gömlu
klaustrin á blómatíð þeirra.
Nathan Söderblom sagði í vígsluræðu kapellunnar:
»Hér skal verða heimili fyrir starf og hvíld«. Og svo
hefir þvi verið skift, að skólinn er heimili starfsins og
klaustrið hvíldarinnar.
Þegar ríkisþingsmaðurinn, blaðamaðurinn eða ráðherrann
er þreyttur orðinn á hrossakaupum og háreysti pólitíska
lífsins, þegar kaupmaðurinn er þreyttur orðinn á hraða
og hringiðu kaupmenskunnar, þegar prófessorinn er þreytt-
ur eftir stöðuga andlega ofraun, þegar auðmaðurinn er
þreyttur orðinn á hamingjuleit sinni, þegar ekkjan er lam-
in hreggviðri sorga og nauða, þá er varla annar hvíldar-
staður betri en klaustrið í Sigtúnum, því að þar andar
alt svo hlýtt á þreyttar sálir. Og ef til vill er það ekkert
frekar en hvíldin sem nútíma kynslóðin — einkum í stór-
horgunum — þarfnast í hraðanum og órónni, sem ein-
kennir tímann.
Óviða gefst betur kostur á einveru og andlegu samneyti
eftir eðli manna og þörfum. Herbergin óbrotin og fögur
tala sinu máli, sem truflar þó ekki þá, sem vilja dvelja
þar einir »með sál sinni sjálfri«. Skógurinn og skrúðgarður-
inn býður farsælu og kyrð á sumrin. En samkvæmisíífið
hefir aðsetur sitt við »brasann« og borðin í einkennileg-
um og fornfögrum samkvæmissölunum á efstu hæð
klausturbyggingarinnar. Þar gefst gestunum stundum
5