Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 69
64
Arnór Sigurjónsson:
Prestaíélagsritið.
byrjun, þegar yerið er að yfirvinna feimni skógarbarnanna.
Þegað stigið er upp frá borðum, er aftur lesin borðbæn
og siðan takast allir í hendur. Nafndagar og afmælisdagar
nemendanna eru haldnir hátíðlegir. Við borðið, þegar síð-
degiskaffið er drukkið, eru haldnar ræður til heiðurs
afmælis- eða nafndags-barninu, svo er það borið á gull-
stól kringum borðið og sungnar nafndags- eða afmælis-
vísur, sem reyndar eru þær sömu við öll slík tæki-
færi. Að vísu ber þetta meiri gáskablæ en alvöru. En
engum dettur í hug, að taka það sem gáska aðeins, heldur
einnig sem vott þess, að skólinn vill vera þeim í heimilis-
stað, meðan þeir dvelja við hann, og að þeir eru hér
meðal vina, er hugsa til þeirra og muna eftir þeim. —
Stundum hafa sérstök kvöld verið helguð heimilinu
(»hemmets aftnar«), og þá haldnir fyrirlestrar um heim-
ilismál o. fl. þ. h.
En auðvitað eru það ekki heimilissiðirnir aðallega, sem
bera upp heimilislif skólans, þótt þeir séu mikilsverðir í
því efni, heldur mjúklálur heimilisandinn, sem alstaðar
er að finna, en ekki er unt að lýsa. —
Ég hefi áður sagt, að stefna skólans væri alt i senn:
trúar- og kirkjuleg, uppeldisleg, þjóðleg og heimilisleg. Ef
til vill má og einkenna hana með því einu að segja, að
hún sé hugsjónastefna, því að það er hún umfram alt.
Stórfeldar hugsjónir búa að baki starfi hans, og það, sem
hann leggur alla áherzlu á að gefa nemendunum, eru
hugsjónir, vekja þá til ljósrar meðvitundar um gildi lífs-
ins í sínu insta eðli, þrátt fyrir allar misfellur þess, sem
alls ekki er dregin fjöður yfir. Hann leitast af alefli við
að ala þá upp til þeirrar hreystimensku, sem er allri
hreystimensku meiri og dýrðlegri: að sjá lífið eins og það
er — og samt elska það.
Eitt sýnir ljóst, hvílíkt vald skólinn hefir yfir nemend-
um sínum. Árið, sem er að líða, er að eins þriðja starfsár
hans. En þó hafa brottfarnir nemendur þegar byrjað á
samskotum, til að reisa gestaskála í næsta nágrenni hans,