Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 79
74
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
raótar þegar fyrir þvi trausti á guði, sem nær síðar há-
marki sínu í dýrlegum máttarverkum hans, þeim inni-
leik og hreinleik trúarlífsins, er siðast brýzt fram í loga
gegn hræsni og vanhelgun og gerir sér svipu til þess að
reka þá út úr musterinu, er gert hafa það að verzlunar-
búð; og þar sér á þá hlýðni, er að lokum leiðir hann út
á Golgata.
Hverjum augum sem vér lítum á Jesú, hvaða hug-
myndir sem vér gerum oss um yfirburði hans yfir menn-
ina, þá myndum vér öll gjarnan vilja vita, hvernig á því
stóð, að hugur hans var svo snemma opinn fyrir hinu
góða og guðlega. Var það fyrir þá sök, að úr undirdjúp-
um sálar hans höfðu þá þegar brotist fram minningar
um fortilveru hans og líf hans í æðra og dýrlegra heimi?
Gat hann þá þegar flutt inn í vitund hins jarðneska lífs
æðri þekking en vanaleg vitund jarðneskra barna á yfir
að ráða? Vér vitum það eigi. Eða var hugur hans þegar
orðinn svo trúhneigður fyrir uppeldið í foreldrahúsum?
Ef líf hans hér í heimi var í sannleika mannlegt, þá hefir
hann og verið þeim sömu lögum háður, sem vér erum
öll: að trúarlíf hans hefir mótast af þeirri trúarbragða-
fræðslu, er hann hlaut á heimili sínu, og af því trúarlífi,
sem þeir lifðu, er hann ólst upp hjá og var daglega með.
Að foveldrar hans hafi verið trúræknir þarf eigi að efa.
Segi Nýja testamentið oss satt af þeim vitrunum, er þau
hvort í sínu lagi urðu fyrir, þá er það nægileg trygging
fyrir því, að svo hafi verið. Sú forsjón, er yfir oss vakir,
varpar ekki slíkum stórmerkjum á veg annara en þeirra,
er gert hafa sig verða þess að einhverju leyti, að veita
þeim viðtöku. Guðræknihugarfarið og hin sanna ráð-
vendni leggja til aðalskilvrðin. Bænrækni og innileikur
trúarinnar hafa á öllum öldum verið einkenni þeirra, sem
orðið hafa fyrir háleitum opinberunum eða vitrunum. Þau
María og Jósef hafa víst ekki verið nein undantekning
frá þeirri reglu. Sama trúræknin kemur fram í því, að
þau láta sér svo ant um helgasta hátiðarsið þjóðar sinnar.