Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 81
76
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
ekki auvirðilegur, sé ósérplæginn og ekki eigingjarn,
ódauðlegur og ekki dægurfluga, sem ferst með hinum
jarðneska líkama. Á ölium öldum hafl mennirnir reynt
að staðfesta, að þetta væri sannleikurinn um eðli þeirra,
þótt þeim hafi tekist svo illa að ná því í framkvæmd-
inni. Og sérhver tegund trúarbragða hafi haft þetta
hlutverk með höndum, að kalla fram hið bezta í mann-
inum og temja hann svo, að hann væri fyrir það í lif-
andi samfélagi við hið bezta í alheiminum.
Ef þetta er hlutverk allrar trúarbragðafræðslu enn i
dag, þá ætti oss að skiljast, að hún er mikilvæg.
Öll kensla á að kalla fram falda krafta í eðli manns-
ins. Hún skapar þá ekki; hún er sem eins konar ljósmóðir,
sem hjálpar því lil að fæðast, sem fyrir er, en er enn þá
hulið. Öll fræðsla getur göfgað manninn. Hún víkkar sjón-
deildarhrÍDg sálarinnar og veitir manninum þekking og um
leið mátt eða vald yfir margs konar öflum; en það varðar
miklu, í hvaða átt hún sveigir vilja hans og við hvað
hún kemur honum í samfélag. Alls konar fióðleik og
þekking má líka nota í þjónustu hins illa. Samhliða vax-
andi þekking er vel hugsanlegt, að ýmislegt af hinu lak-
asta og lægsta í eðli mannsins geti vaknað og brotist fram.
En hlutverk trúarbragðakenslunnar átti að vera hitt,
að vekja og kalla á hið göfugasta og bezta í hverju barni
og tengja það við eða koma því í samfélag við hið bezta
og göfugasta í tilverunni. En það er sama sem að temja
manneðlið eða öllu heldur vilja mannsins svo, að hann
þrái að lúta vilja guðs í öllum efnum. Fyrir því hlýtur
hlýðnin við guðs vilja að vera æðsta dygð hvers barns
og eins hinna fullorðnu.
í öllu uppeldi og allri fræðslu ríður á, að ala upp til-
finning og smekk fyrir öllu fögru og göfugu, en vekja
jafnframt óbeit á þvi, sem ógöfugt er og ljólt. Alt, sem
vekur háleitar lilfinningar, svo sem stórfelt útsýni, fögur
fjöll, heiðríkur himinn með bragandi norðurljósum eða
blikandi stjörnugrúa getur mikillega vakið lotning barna