Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 114
Prestafélagsritið.
Bænalíf Jesú.
109
Jesú, er hvilik nnun honum var að bœninni. Hann er
heilar nætur á bæn til guðs. Slík unun er honum að
samfélaginu við föðurinn himneska. Til hans leitar hann
með alt. Það er honum nauðsyn, dýpsta þrá hjarta hans.
Og ef vér spyrjum um, hvað hafi knúð hann til þessa,
verður svarið ekki erfitt. Það er elskan til æðstu ver-
unnar, til kærleiksríka föðurins, sem hefir knúð hann til
að leita samfélags við hann, tala við hann og tilbiðja
hann í anda og sannleika með öllum innileika sálar
sinnar. Það er Jóhannesarguðspjall, sem bezt skýrir þetta
fyrir oss. Þar er kærleikssamfélagi Jesú við guð dásam-
lega lýst með orðum Jesú: »Eg og faðirinn erum eitt«,
»faðirinn er í mér og eg í föðurnum«, »eg er í föðurnum
og faðirinn í mér« (í 10. og 14. kapítula). Oss skilst að
hugur Jesú ávalt hafi verið snúinn til guðs og opinn fyrir
áhrifum frá algæzkunni ósýnilegu, þótt guðspjöll vor segi
oss ekki fleiri dæmi úr bænarlífi hans. —
Annað, sem vekur eftirtekt vora og aðdáun, er blessun
sú og máttur, sem bænir Jesú bersýnilega hafa leitt inn
í líf hans. Á bænaraugnablikum sannfærist hann um
köllun sína, fær vitranir frá æðra heimi, fær mátt til að
hjálpa og líkna og gera dásamlega hluti. Fyrir bæn sína
fær hann kraft frá hæðum öðrum til blessunar og einnig
styrk til þess að þola smán og dauða i undirgefni undir
■vilja guðs og með þeirri sannfæringu, að hann væri að
vinna hans verk.
Af öllu sem vér dáumst að i lífi Jesú, hljótum vér mest
að dást að kœrleiksmœttinum, sem guðspjöll vor segja oss
skýr og átakanleg dæmi upp á. En ef vér spyrjum aftur
hvaðan honum hafi komið þessi máttur, er svarið ótví-
rætt. Frá föðurnum himneska fær hann kærleikskraftinn,
þar er uppsprettan, sem hann eys úr. Pessi meðvitund
um bænheyrslu kemur meðal annars greinilega fram í
bæn Jesú við gröf Lazarusar. En berlegast kemur þetta
þó fram í sumum ummælum Jesú í Jóhannesarguð-
spjalli, t. d. þessum: »Sonurinn getur ekkert gert af sjálf-