Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 102
Prestafélagsritið.
Sænsk guðfræði og trú.
97
Linderholm lagði alla áherzlu á samfélagið við hinn
eina sanna guð, en íhaldsstefnan á friðþæginguna í Kristi.
Miðlunarstefnan telur þungamiðju alls vera hjálprœðis- og
kœrleiksopinberun guðs i sðgu mannkgnsins. Hið nýja í
kristindóminum, og það, sem hefur hann hátt yfir öll
önnur trúarbrögð, er Jesús sjálfur, eins og hann var, ný
fyrirmynd (typus), hlýðinn fram í dauða á krossi, og
fyrir það hafinn upp yfir umbreytingu tíma og manna
og alt, sem fallvalt er, svo að bann fékk vald til þess,
sem hinn lifandi drottinn, að láta mannkynið, kynslóð
eftir kynslóð, njóta blessunarávaxta starfsemi sinnar. Og
þessa hins nýja í kristindóminum njótum vér, er vér lif-
um með Kristi og finnum þar guð sjálfan nálægan oss.
»Trú vor er traust á lifandi guði«. »Og þegar vér snúum
oss til Krists í bæn, er það vegna þess, að þar hefir trúin
fundið hjálpræði guðs. Kristur kemur þá á engan hátt í
stað guðs föður eða skyggir á hann. Þegar vér snúum
oss til Krists í bæn, er guð sjálfur gestur hjarta vors«
(sbr. G. Aulén).
Guðfræði þessarar stefnu hefir í Svíþjóð verið nefnd
»guðsríkis-guðfræðin«, þ. e. sú guðfræði, sem vill reyna
að skilja guð sem þann heilaga kærleiksvilja, er starfar í
lífi mannkynsins að fullum og endanlegum sigri guðs-
rikisins, ríkis réttlætis og kærleika.
Nathan Söderblom heldur kröftuglega fram nauðsyn
þess, að þessi guðsrikisboðun með siðferðisalvöru sinni
taki höndum saman við »gamla Krists-kærleikann i hjört-
unum og prédikun krossins«. Hann kveður krossinn á
Golgata orðinn á þessum tímum mönnunum »meira virði
en nokkuð annað á himni eða jörðu«. Leyndardómur
krossins er honum kjarni kristindómsins. En um gamalt
orðalag eða útlistanir hirðir hann ekki í þessu sambandi.
»Kristin trú gefur lífi hvers einstaklings og hverrar kyn-
slóðar sitt æðsta gildi. Mennirnir eru tengdir ósýnilegum
böndum, og »leyndardómur krossins« endurtekst jafnan
uð vissu leyti, þegar einhver annar líður fyrir yfirsjónir
7