Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 32
Prestafélagsritið.
Jón Ögmundsson.
27
höfðingja myrkranna! En hafi »svarti skóli« Sæmundar
ekki verið einhver lausaskólinn í París, þá hefir hann
sennilega verið einn af klausturskólunum þar í grendinni.
Sæmundur Sigfússon mun hafa verið nálægt tveim árum
yngri en Jón Ögmundsson og hafði alist upp á höfuðbóli
ættarinnar, Odda á Rangárvöllum, aðeins nokkurra stunda
reið frá Breiðabólstað. Má því gera ráð fyrir, að þeir
hafi verið kunnugir frá æsku, enda þrimenningar að frænd-
semi (báðir komnir frá Halli á Síðu). Að likindum hefir
Sæmundur farið utan á mjög ungum aldri til skólanáms.
Sögusögnin hermir, að hann hafi dvalist í París og num-
ið þar »ókunna fræði« hjá óvenjulærðum meistara, og
það nám náð þeim tökum á huga hans, að hann hafi
gleymt öllu, sem hann í æsku hafi numið, og jafnvel skírn-
arnafni sínu. Sögusögnin þakkar það þá líka sérstakri
»gift heilags anda og mikilli kennispeki« (það er: mann-
glöggvi) Jóns, að honum tókst að vekja hjá Særoundi
endurminningu hins umliðna. Af sögunni sést ennfremur,
að hin »ókunna fræði«, sem Sæmundur á að hafa gefið
sig svo algerlega á vald, hefir verið stjörnufræði, sem var
ein af þeim fjórum leiðum (til vísdóms) [quadrivíum], þ.
e. ein af höfuðnámsgreinunum, sem þá voru kendar í öll-
um æðri skólum. En í huga íslenzkrar alþýðu gat slík
fræðigrein auðveldlega orðið að eins konar dulrænum fræð-
um og launspeki, er gekk næst hreinum göldrum. í þess-
ari fræði á Sæmundur að hafa náð svo mikilli þekkingu,
að meistara hans hafi verið það mjög móti skapi að
missa hann úr sinni þjónustu. Og að hann sleppur úr
vistinni er þá líka aðallega því að þakka, að lærisveinn-
inn er orðinn fyrir meistara sínum í lærdómi. Þegar menn
hafa viljað gera Sæmund að fyrsta Norðurlandamanni,
er leitað hafi sér mentunar á Frakklandi, þá er það ærið
vafasamt. Að minsta kosti er áreiðanlegt talið, að Herluin
ábóli, sem einmitt á þessu tímaskeiði hafði forstöðu Bec-
klausturs, hafi verið danskur maður.
Sá Sæmundur Sigfússon, sem sögusögnin lætur sökkva