Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 84
Prestaféiagsritið. Hlutverk trúarbragðakenslunnar. 79
urnar um Krist í nýja testamentinu eða dæmisögur hans
nokkuru tíma hafa vakið leiða í hugum þeirra, þótt
sumt annað í trúarbragðakenslunni hafi gert það? Ætti
því námi ekki að lúka þannig við ferminguna, að hugur
barnsins blakkaði til að halda lengra á þeim fræðsluleið-
um? En er það vanalegur árangur af trúarbragðakenslunni,
eins og henni hefir til þessa verið hagað meðal vor? Því
miður er hitt tiðara, að börnin fá leiða á henni og fagna
því, að við ferminguna sé henni lokið. Þetta veit jeg af
reynslunni og fyrir vitnisburð margra, sem skýrt hafa
mér í einlægni frá því, hve óheppileg áhrif sú kensla hafi
á sig haft, sem þó var ætlast til, að yrði þeim til góðs. —
Hversu alvarlegt íhugunarefni fyrir alla foreldra, að þessi
skuli iðulega verða árangurinn.
Sumir líta svo á, að röng aðferð við trúarbragðakenslu
barna eigi drýgstan þáttinn 1 þeim andlega dauða og á-
hugaleysi, sem nú er rikjandi svo viða í kristninni.
Hver er leiðin út úr þeirri ófæru? Haldið þér, tilheyr-
endur mínir, að stjórnarvöldin kippi öllu slíku í lag af
sjálfsdáðum, ef foreldrarnir láta sér á sama standa, hvað
og hvernig börnunum er kent? Ætlið þér að hafa yður
það til afsökunar á yðar dómsdegi, að kirkjustjórn og
kenslumála hafi átt að sjá um, hvað börnunum yðar var
kent í kristnum fræðum, og fyrir því hafið þér ekki skift
yður af slíku?
Guðspjallið í dag segir oss, að María hafi sagt við Jesú,
er hún hitti hann í musterinu eftir alla leitina: »Barn,
hví gerðirðu okkur þetta?« Við ættum að gjalda varhuga
við því, að sú stund renni ekki einhvern tíma upp yfir
okkur, að börnin okkar komi með líka umkvörtun yflr
atferli okkar, og að sú umkvörtun verði á sannari rökum
bygð en umkvörtun Maríu: »Faðir minn og móðir, hví
gerðirðu mér þetta? Hví sástu ekki um, að mér væri ekki
gert það nám leitt, sem ég veit nú, að svo mikið stendur
á? Hví hugsaðir þú ekki um, að alt hið fegursta og