Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 117
112
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
Inn í hjarta Jesú lofa guðspjöllin oss að skygnast, og
þar sjáum vér elsku og traust til guðdómsins og hina
óeigingjörnu mannelsku, er alt lagði í sölurnar fyrir aðra.
Getur nokkur efast um, að einmitt þetta hugarfar hafi
verið Jesú lykillinn að drottins náð?
En sé svo, þá þekkjum vér lögmál bænheyrslunnar,
þau skilyrði sem bænin er bundin. Af bœnalifi Jesú lœr-
um vér að sá sem biður í kœrleika til alheimselskunnar,
með trausti til hennar, og a/ kœrleika til mannanna og i
þeim tilgangi að verða samverkamaður guðs öðrum til
heilla, öðlist blessun og mátt á undursamlegan og dásam-
legan hált,
Að þetta sé rétt skilið, sannar reynslan oss. Það vottar
saga þeirra manna, sem mestir bænarinnar menn hafa
verið taldir, og það fram á siðustu tíma. Nægir í því
sambandi að benda á barnavininn Georg Miiller í Bristol.
Petta er líka í samræmi við kenningu Jesú. Það sjáum
vér, ef vér athugum nmmæli Jesú nm bænina. Pað var
annað atriðið, sem ég œtlaði mér að taka til gfirvegunar,
og sný ég mér nú að því.
Flest ummæli Jesú um bænina hefir Matteusar- og
Lúkasarguðspjall. Telst mér til, að annað hafi tólf, en hitt
tíu. Pá er Markús með 6 ummæli, en Jóhannes með 5.
Af þessum ummœlum guðspjallanna sjáum vér, að Jesús
leggur mesta áherzlu á að beðið sé með réttu hugarfari
Enda var mest þörfin á því fyrir samtíð Jesú. Pví að hjá
þjóð hans var bænin mikils metin og nauðsyn hennar
viðurkend, en skilning skorti marga samtímismenn hans
á insta eðli bænarinnar; þess vegna var þörfin brýn á
að berjast gegn vanbrúkun bænarinnar og koma mönnum
í skilning um, hvernig biðja ætti guði velþóknanlega.
Pegar vér förum að athuga, hvernig hugarfar biðjandi
manns eigi að vera samkvæmt kenningu Jesú, þá sjáum
vér, að það, sem Jesús leggur mesta áherzlu á, er það
þrent, sem mest einkendi bænarþel hans sjálfs: Innileiki guðs-
samfélagsins, guðstraustið og kœrleikurinn til annara manna.