Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 175
170
Prestafélagið.
Prestafélagsrilið.
krónur voru veiltar til viöbótar því styrktarfé, sem synódus út-
hlutar til fátækra uppgjafapresta.
Sú breyting fékst einnig, að ferðastyrkur presta til pess að
sækja synódus, er ekki lengur bundinn við hámarkið 100 krónur
til hvers.
Prestafélagsritið á auðvitað enn við nokkra fjárhagsörðugleika
að stríða. Ákvað félagsstjórnin pví, að sækja um 1000 króua styrk
til útgáfu pess úr ríkissjóði, en pað náði ekki samþykki alþingis.
Á hinn bóginn var pað gert til styrktar ritinu, að aðalfundur
Prestafélagsins 1920 samþykti, að prestar skyldu ábyrgjast sölu
minst 5 eintaka hver. Vikust prestar mjög vel við þessu, og auk
pess seldist ritið svo vel, að upplagið, setn var 1000 eintök, er
víst alveg upp selt. Stendur ritið pví að pessu leyti vel að vígi
og ákvað félagsstjórnin að auka upplag ritsins upp í 1500 á þessu
ári. Ritstjóri er hinn sami og áður, próf. S. P. Sívertsen, en
afgreiðslu pess hefir præp. hon. Skúli Skúlason tekið að sér. Má
óhætt segja, að með útgáfu rits pessa vinni prestafélagið parft
verk, og það eitt væri ærin ástæða til pess, að pað starfaöi
áfram. Vonandi er, að pegar úr rætist með dýrtíðina geti ritið
stækkað að mun og eflst.
Aðalfundur félagsins var haldinn dagana 24. og 25. júní og
voru á honum um 50 félagsmenn. Félagsstjórnin, svo og endur-
skoðunarmenn voru endurkosnir. Urðu par töluverðar umræður
um ýmislegt, og má vera að upp af sumu geti eitthvað komiö i
framtíðinni, en hér er ekki rúm til að skýra frekar frá pvi, enda
aðeins undirbúningur er síðar kemur nánar til umræðu.
M. J.