Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 145
140
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
var höfn margfalt betri og hægra um vik með byggingar-
stæði á landi. Þessa nýju stöð nefndi Egede »Godthaab«s
og hefir hún fram til þessa dags verið miðstöð alls and-
legs lífs og menningar þar í Grænlandi.
En á 5. ári stöðvarinnar (1733) barst þangað með
dönsku skipi óheillagestur mikill, sem sé mannskæð bólu-
veiki, er æddi um nýlenduna og varð fjölda manns að
bana, bæði af nýlendumönnum og þarlendum. Svo skæð
var veikin, að í sjálfri nýlendunni lifðu hana aðeins einn
drengur og ein stúlka af Eskimóakyni, og af 200 fjölskyld-
um í næsta bygðarlagi við Godthaab lifðu aðeins 13. Á
þessum hörmungatíma gengu þau Egede og kona hans
fram með hetjumóð, sem dæmalausan má telja. Seint og
snemma, nætur og daga, voru þau á flakki frá einum
sjúkrabeð til annars, huggandi og bjálpandi sem bezt
þau máttu, og það var sem þeim ykist þrek og djörfung
við þrautirnar og hina ægilegu erfiðleika, sem sóttin hatði
í för með sér.
Sama ár eða hið næsta komu þrír þýzkir trúboðar,
sendir af Bræðrasöfnuðinum í Herrnhút, til Grænlands,
til samvinnu við Egede. En úr þeirri samvinnu varð
minna en til stóð. Egede tók þeim vel, en trúarskoðanirn-
ar voru svo gagnólíkar, að samvinna gat ekki á komist.
Var það mest að kenna þröngsýni eins trúboðans, er
jafnframt var fyrirliði þeirra, Kristjáns Davíðs. Hann
taldi Egede hiklaust óendurfæddan mann, af því að hann
lagði minni áherslu á fórnardauða Krists en þeim gott
þótti og á ýmsar aðrar sérkenningar þeirra. Og í bréfum
heim drógu þeir einstrengislega fram gallana í starfi
Egede og fóru hörðum orðum um prédikanir hans, sem
þeir sennilega hafa skilið minst af, þar sem þeir kunnu
hvorki dönsku né grænlensku.
Árið 1735 varð Egede hvorttveggja í senn gleðiár og
hrygðar. Elzti sonur hans Páll, er hafði verið við nám í
Danmörku, kom nú heim aftur og hafði verið skipaður
trúboði i Grænlandi. Vænti Egede sér því meiri árangurs