Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 73
Prestafélagsritið.
68 Arnór Sigurjónsson:
persónulega áreitni og dylgjur, til þess að »bit sé hvast í
eggjunum«.
V.
Þann tíma, sem ég hefí dvalið i Sigtúnum, og einkum
meðan ég hefi skrifað þessa ritgerð, hefir sú spurning
komið aftur og aftur í huga minn, hvað við íslendingar
gætum lært af ungkirkjuhreyfingunni og Sigtúnaskólanum.
Og um leið hefir vaknað önnur spurning ennþá stærri:
Hvaða gildi getur kirkjan haft fyrir andlega menningu
okkar, og á hvern hátt er unt að gera hana hlutverki
sínu vaxna? Og þó að ég hafi fundið, að sú spurning
er mér alt of stór til úrlausnar, hefi ég ekki getað látið
vera að hugsa um hana.
Mér er fullljóst, að stefnan, sem liggur bak við ung-
kirkjuhreyfinguna, og ýmsar aðrar andlegar hreyfingar
allra síðustu tima, að setja menningu hjarta og skap-
gerðar, en ekki vits og kunnáttu, fyrst og efst, á erindi til
okkar. Og það erindi er enn brýnna, af því að þróun
menningar okkar hefir á síðari árum stefnt að alt of ein-
hliða þekkingar- og vitsmunamenningu, jafnframt því, að
ýms teikn benda á vaxandi spillingu í daglegu og opin-
beru lífi — kynferðismálum, Qármálum og stjórnmálum.
Samvizku einstaklinganna og þjóðarinnar i heild verður
að endurreisa, og það á traustum grunni. Sá grunnur
verður að vera persónuleg og Ijósleitin trú, sem fullnægir
hverri djarfri hugsjón, en er laus við þá trúarlærdóma,
sem menn hvorki vilja viðurkenna eða geta viðurkent.
Engin trú getur orðið lifandi og persónuleg, nema menn
finni það, sem inst er og guðdómlegast í eðli sjálfs sín
og hafi þroskast til hennar með sannleiksleitandi baráttu.
Sú barátta er of þung til þess að tjái að láta einstakling-
ana berjast bjálparlaust. Þar er skylda kirkjunnar að
koma til hjálpar. Hlutverk hennar er hvorttveggja, að vera
andleg móðir og samvizka þjóðarinnar.