Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 108
Prestafélagsritið.
Bænalíf Jesú.
103
Ekkert hygg ég að þeim mönnum, sem vilja vera bæn-
arinnar menn, sé nauðsynlegra og gagnlegra en að gera sér
þessa sem Ijósasta grein. Þeim, sem vilja kristnir vera að
meiru en nafninu einu og sannfærst hafa um að bænin
sé »lykill« »að drottins náð«, er eðlilegt að spyrja um,
hvernig Jesús sjálfur hafi beðið, hvað mest einkent hafi
bænir hans, sem nefndur er í nýja testamentinu »höfundur
og fullkomnari trúarinnar«, og hvað hann hafi kent
lærisveinum sínum um lögmál þau, er ráði í heimi bæn-
arinnar og séu skilyrði fyrir bænheyrslu.
Af þessum ástæðum hefi ég valið mér bænalíf Jesú og
kenningu um bænina að rannsóknar- og umræðuefni, í
þeirri von að einhver verði til þess að taka hinar hliðar
þessa mikilvæga máls til yfirvegunar áður langt líður.
Eg sný mér þá að fgrra atriðinu og spyr: Hvernig
baðst Jesús fyrir, hvað einhendi bænalíf hansf
Öllum þeim, er lesið hafa nýja testamentið, er kunnugt,
að vér eigum ekki lýsingu á öllu lífi Jesú í ítarlegri og
nákvæmri æfisögu. Frá æskuárum hans og uppvexti er
oss fátt eitt sagt í guðspjöllum vorum, en frásögur þær,
sem skráðar hafa verið og geymst til vorra tíma, eru því
nær allar frá hinum stutta starfstíma hans. Þó eru frá-
sögur og ummæli guðspjallanna nægilegar til þess að
hægt sé út frá þeim að mynda sér heildarmynd af Jesú
og starfsemi hans í ljósum og föstum dráttum.
Hið sama á við um bænalif Jesú. Þar er líka aðeins
um einstakar frásögur og ummæli að ræða, en engin
tilraun til þess gerð að lýsa bænum Jesú, bænasiðum
eða bænalífi út af fyrir sig og svo að ítarlega sé. En öll
guðspjöllin segja oss frá einhverjum atvikum úr bænalifi
Jesú, draga upp fyrir oss einhverjar myndir af honum,
er hann baðst fyrir, og þeim ber svo vel saman í aðal-
dráttum, að unt verður að gera sér heildarmynd æði-
skýra og ábyggilega að því er bezt verður séð.
Mér hefir talist svo til, að alls sé í guðspjöllunum
30—40 sinnum minst á að Jesús hafi beðist fyrir. Oftast