Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 127
122
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið.
orð: »Stunda þetta, ver allur í þessu, til þess að framför
þín sé öllum augljós. Haf gát á sjálfum þér og kenning-
unni; ver þú stöðugur við þetta; því að er þú gerir það,
munt þú bæði gera sjálfan þig hólpinn og áheyrendur
þina«. Hér eru þá tekin fram vaxtarskilyrði: að vera allur
og heill, að vera starfandi með ástundan og stöðugleika,
að hafa gát á sjálfum sér.
Eitt vaxtarskilyrðið er að vera allur og heitl. Á vorum
dögum er fátt hærra i tízkunni en hið hálfa. Hálf já,
hálf nei, hálf verk, hálfur hugur og — hálf trú. Á vorum
dögum er þetta nefnt lifsspeki og mannvit. Og á vorum
dögum er ef til vill enginn vegur jafnskjótgenginn til
fylgis og mannhylli, um stundarsakir, sem þessi leið. Og
sú öld, sem svo er háttað, hún eignast því meira af
hálfu mönnunum en hinum.
En minnumst orða skáldsins:
»Heilir hildar til, heilir hildi frá
koma hermenn vorgróöurs ísalands«.
Vér getum ekki búist við vorgróðri i landinu, nema
menn gangi heilir til stríðs og starfs hver á sínu sviði
fyrir þjóð og ættjörð. — Svo fáum vér og ekki heldur
vænst gróandans i kirkjuakri vorum, nema vér göngum
heilir til hildar, — nema vér séum sannir og heilir, fyrst
í hinni innri vaxtar- og þroska-baráttu vorri, og þar nœst
i starfinu og stríðinu, hvað sem á móti blæs. Vér verðuin
ekki vaxandi menn, ef vér látum nokkuð annað, sem að
oss kallar, sigra prestinn í oss, — ef vér metum uokkuð
annað meira, en andlega þörf vora, til lesturs og menta.
og framar öllu til að kanna guðs orð og sækja þangað
mentun í réttlæti og næringu guðslífinu í oss. — Vér
getum fagnað hinu hálfa jái veikrar trúar, þegar manns-
sálin vanmáttug og efasjúk leitar að guði sínum, i von
um að það verði síðar heilt. En vér megum ekki sjálfir
bjóða drotni vorum hálft já. Minnumst hins gamla
orðs, að drottinn er máttugur þeim til hjálpar, sem eru
heils hugar við hann. (2. Kron. 16, 9.).