Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 156
Prestafélagsritið.
Guðsríki er nálægt.
151
þekt sinn vitjunartíma. Dýrð guðs ljómar yfir svipnum
þess hreina og bjarta.
»Guðsríki er nálægt«. Hvernig eigum við að taka á
móti því? Á hvern hátt eigum við að reyna að styðja að
andlegri vakningu?
Hverfum aftur að fyrstu uppsprettunni og hugsum um
guðsopinberunina miklu, sem rann upp fyrir Galíleu-
mönnum er Jesús hóf kenningu sína. Við þráum það, að
mega skilja hann betur og boðskap hans. Leitumst við
að koma eins nærri i anda og okkur er unt, svo að við
finnum heilagan kraft leggja á móti okkur frá hverju orði
og skýrist meir og meir fyrir okkur eitthvað af veruleik-
anum, sem þau búa yfir. Á þann hátt vonum við, að
okkur birtist það, sem við eigum að gera. Við eignumst
skarpari sjón við að horfa á um hríð og sjáum eins og
ný lönd stíga úr sæ. En mynd Jesú bregður Ijóma sín-
um á alt.
Hann boðar komu guðsrikis. í fyrstu er það einkum
sem hann birti okkur óumræðilega stórfenglegar fram-
tíðarsýnir. Hann sér veldi guðsríkis framundan í mætti og
dýrð og fyrirheiti þjóðar sinnar rætast. Hann sér dóm og
heimsslit í ægiljóma. Hann sér það, sem ekkert auga hafði
áður litið, hann sem átti spámannssjón hvassari en Elía
og Jesnja, og fölt endurskin þess eitt fyllir sálina helgum
ótta. En svo tekur það að skýrast fyrir okkur meir og
meir, sem æðst er í boðskap hans. Hitt ber að nokkru
við andlegan sjóndeildarhring þjóðar hans og samtfðar,
en þetta nær jaft til allra þjóða og allra tíma. t*að var
dýpst af öllu. Guðsrikið er i insta eðli sínu ekki annað
en guð sjálfur í krafti sínum og kærleika og kenningin
um það algerlega runnin frá samlifi Jesú við hann. Guð
er leyndardómurinn heilagi í því, sem Jesús var og vann.
Um það samlíf eiga vissulega heima orð Ágústinusar
kirkjuföður: »Við tölum ekki um það af því, að við
þykjuinst hafa sagt neitt með því, heldur af því aðeins,