Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 56
Prestafciagsritið. Ungkirkjuhreyfingin sænska.
51
Svo snúum við aftur og göngum upp steinriðið að
framdyrunum. Ef til vill mætum við þar hvítklæddum
og sviphreinum yngismeyjum, ef til vill er þar engum að
mæla. Dyravörðurinn sýnir okkur í skyndi inn í skóla-
stofurnar. Við finnum undir eins, að hér myndum við
kunna vel við okkur, og þó er eins og við finnum á föru-
nautinum, að þær séu ekki neitt aðalatriði. Hann fylgir
okkur síðan um efri hæðirnar, sýnir okkur herbergi og sam-
kvæmissali gesta, sem hingað koma, alt yndislega smekk-
legt, en um leið dálitið fornlegt. Okkur þykir það undarlegt,
að gestirnir skuli vera látnir sitja svo mjög fyrir náms-
fólkinu, að þeir einir fá að búa hér. En við fáum þá
skýringu, að við séum hér staddir í klaustrinu eða »hospi-
tiet«, eins og það er kallað af lútherskri hæversku. Skól-
inn er í raun og veru ekki bygður enn, en til bráðabirgða
hefir hann fengið neðstu hæð klaustursins til afnota.
Við göngum svo niður aftur. Og nú er okkur sýnt það,
sem ekkert klaustur getur án verið: skrúðgarður og gos-
brunnur í honum miðjum. Húsið er bygt í tveimur álm-
um, er skýla honum að norðan og austan. Á allar hliðar
honum eru steingöng með opnum bogportum út að garð-
inum, þar sem sitja má i forsælunni og anda að sér
rósailminum. Ein þessi göng skilja garðinn og »frilofts-
kirkjuna«.
Enn höfum við ekki séð hið allrahelgasta, og það er
kapellan, sem liggur undir turninum. Hún er drifhvít,
fögur í stíl, með hreinum dráttum, er allir benda upp í
hvelfinguna, þar sem þeir eins og koma saman í einum
punkti. En hér vekur enn eitt athygli okkar. Á öðrum
hliðarveggnum er sama portið og við tókum eftir í frí-
loftskirkjunni. Kapellan er um leið altari hennar.
En nú fer okkur að langa alvarlega að vita um uppruna
og sögu stofnunarinnar og hugsjónirnar, sem við hana eru
tengdar. Upp úr sönghúsinu fremst í kapellunni eru göng
upp í turninn. þar er bókasafn skólans, mikið og vandað
°g vel raðað. Þar eru líka beztu heimildirnar um skól-