Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 103
Preslafélagsritið.
98 Arni Sigurðsson:
mínar eða þínar«. Sbr. hér skoðun Linderholms á »leynd-
ardómi krossins«.
Hér hefir nú verið dvalið við nokkur helztu ágreinings-
atriðin. En þrátt fyrir allan þennan skoðanamun er G.
Aulén svo bjartsýnn, að hann telur, að þrátt fyrir fræði-
legan ágreining geti umræður sem þessar hjálpað til sam-
lyndis um aðalatriði og insta kjarna kristindómsins. En
eigi »eining andans« að vinnast, ríður á að trúarlœrdóm-
arnir séu eigi settir ofar trúnni sjálfri, og einstakar kenni-
setningar stærðfræðilega reiknaðar saman, í stað þess að
spyrja um festu, kraft og dýpt trúarinnar. »Það hlýtur
að vera eitthvað bogið við þessháttar skilning á kristinni
trú«, segir Söderblom. »Slíkt sæmir ekki kristindóminum,
því aðalatriðið er, hvort kristindómur vor á trúarkraftinn
í sér«. Það er auðheyrt, að hér talar sá maður, sem í
einingartilraunum sinum er hafinn yfir skoðanamun ólíkra
kirkjudeilda, hvað þá heldur litilfjörlegan ágreining um
einstök guðfræðileg atriði.
Söderblom spyr: Gá vi mot religionens förnyelse? (Er
endurnýjun trúarinnar í vændum?) Og hann svarar ákveðið:
»Já! Ég er jafnviss um það og um sjálfan guð. Því að
guð er nú að sækja mannkynið heim«.
V.
í niðurlagi greinar sinnar fer Linderholm nokkrum
orðum um þær breytingar í kenningu, guðsþjónustusiðum
og kristindómsfræðslu, sem hann taldi nauðsynlegar. Skal
hér þó ekki dvalið við þær. Þó skal geta þess, að hann
lét prenta tillögur sínar um textaúrval það, sem hann
vildi láta koma í stað þeirra gömlu texta kirkjunnar, sem
búnir væru að missa áhrifagildi sitt fyrir söfnuðinn. Það
er stór bók, sem vafalaust hefir krafist mikillar vinnu, og
verður að teljast merkilegt rit í sinni grein.
En hér skal svo loks drepið á umræðurnar um postul-
legu trúarjátninguna (apostolicum). Samkvæmt allri stefnu
sinni gat Linderholm ekki sætt sig við það, að »aposto-