Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 92
Prestalélagsritiö.
Sænsk guðfrædi og trú.
87
um kröftum og lögmálum«. Og eðlilegast er að hugsa
sér, að alt líf, jafnt andlegt sem likamlegt, lúti sínum lög-
málum, þótt mennirnir þekki þau ekki. Gamla trúfræðin
fann sannanir guðlegs veruleika og almættis ljósast og
áþreifanlegast í náttúruundrum og kraftaverkum, þar sem
gripið er á vissan, yfirnáttúrlegan hátt inn í hina venju-
legu og eðlilegu rás viðburðanna. Slikt opinberunarhugtak
verður samkvæmt skoðun höf. að hreinsast og hefjast á
andlegra stig.
Af þessari skoðun á starfi guðs og opinberuninni leiðir
það, að vér verðum að hætta að biðja um sýnilega hluti.
Vér getum ekki hugsað oss, að guð grípi fram í eða end-
urbæti sín »eilífu lögmál og öfl«. Guð opinberast í trúar-
og siðferðislífi einstaklingsins og veitir þeim, sem til hans
leitar í innilegri bæn, guðmóð og þrótt til að bera allar
byrðar og fullnægja kröfum hins líkamlega lífs. Að því
leyti grípur trúin inn á hin sýnilegu svið náttúrunnar og
mannlífsins. Verður þetta eigi skilið öðruvísi en svo, að
bænin og guðstraustið verki einungis á persónuna sjálfa,
hafi huglægt (subjektivt) gildi. Virðist höf. hér ganga nærri
föðurhugtakinu og vera allfjarri þeirri barnslegu trú, sem
felur guði allar þarfir sínar, af því að hann, faðirinn
himneski, »veit, að þér þarfnist alls þessa« (Matt. 6, 32).
Höfundur gerir fulla alvöru úr kærleika og almætti
guðs, og getur samkvæmt því ekki annað en alið þá
djörfu og björtu von í brjósti, að allsherjar samræmi til-
verunnar muni að lokum vinnast, guðsríki vinna fulln-
aðarsigur og engin einasta mannssál glatast (apokatastasis).
2. Annað höfuðatriðið er höf. fullkomin viðurkenning
hinnar sögulegu gagnrýni bibliunnar. En söguleg rannsókn
biblíunnar, kirkjusagan og trúarlærdóma (dogmu) sagan
hafa sýnt, að trúarlærdómakerfi kristnu kirkjunnar hefir
gagngert ummyndað hinn einfalda boðskap Jesú Krists,
sem hélt sérj fast við eingyðistrúargrundvöll þann, sem
spámenn ísraels framar öllum öðrum höfðu lagt. Þessi
breyting varð þegar kristindómurinn barst til Vesturlanda.