Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 85
80
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
bezla og sannasta um guð og sál vora og tilgang vors
jarðneska lífs væri gróðursett í sál tninni, meðan ég var
ungur, svo að það gæti vakið hið bezta í mér og sveigt
ótaminn vilja minn til hlýðni við hann, sem er upp-
spretta allrar gæzku og visdóms og sannleika? Hve sárt
er nú til þess að vita, að þegar í bernsku fékk ég leiða
á þessu öllu og misti trúna á bænrækni og aðra fagra
helgisiði, sem hefðu allir getað hjálpað mér áfram á leið
til ljóssins og sannleikans?« — Svona kann einhvern tíma
að verða við þig og mig talað. Það getur ekki verið
ábyrgðarlaust, að vera kærulaus um jafnmikilvægt mál
og trúarbragðakenslan er í uppeldi barnanna.
Bezta ráðið út úr ófærunni verður að líkindum það,
að ábyrgðartilfinning foreldranna, einkum mæðranna, vakni
nógu greinilega. Þá taka þeir líka að hugsa betur um það
en nú er almennast, að drjúgust til frambúðar verður sú
heilaga fræðsla í kristindóminum, sem barnið hlýtur í
föðurhúsum. Þar verður áreiðanlega að leggja grundvöll-
inn. Það verður æfinlega hlutverk móðurinnar að sá fyrstu
frækornum guðrækninnar í barnssálina. Fyrir magn elsk-
unnar ætti móðirin að vera sjálfkjörin til hins heilaga
verks og hlýjan úr huga hennar að ylja sáðreitinn um
leið og sáð er í hann. Eða hver getur kent barninu ást
á bænariðjunni og lotning fyrir henni eins og ástrik móðir,
sem hefir sjálf lært að biðja og reynt blessun bænarinnar
í þrautafullu lífi sínu? En ef vér leggjum alúð við að
leggja sjálf grundvöllinn að trúarlífi barnsins, þá hættum
vér að láta oss standa á sama um, hvernig bygt er ofan
á þann grundvöll í skólunum.
Það er engin tilviljun, að mestu mennirnir á sviði trú-
málanna hafa vanalegast átt hjartanlega trúræknar mæður.
Það mun satt vera, að barnið hafi ekki eins mikla löngun
til neins og að »læra móðurorð af móðurvörum«. Sú trú-
bragðakenslan, sem þaðan kemur, verður því þess vegna
ógleymanlegust og haldbezt lífið á enda. Hið nýlátna trúar-
skáld vorrar litlu þjóðar er eitt dæmi þess. Af öllu því