Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 21
16
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
staðfesta sannleik hins fornkveðna, að »spá er það, er
spakir mæla«. Það, er mælt höfðu menn eins og Guðini
hinn góði, var að sönnu mikils um vert. Hitt var þó enn
meira virði, er slíkar spár hrutu af vörum eðalborinna
manna, eins og sjálfrar Danadrotningar. En falleg er smá-
saga þessi, hve mikið sem vera kann hæft í henni: »þor-
gerður hafði son sinn, hinn helga Jón, undir borði með
sér. Nú sem margskonar krásir dýrðlegar, með góðum
drykk, komu á borð konungsins, þá varð sveininum Jóni
það fyrir, sem jafnan er barnaháttur, að hann rétti hendur
til þeirra hluta, er hann fýsti að hafa. En móðir hans
vildi það kviðja honum og drap á hendur honum. Og er
drotningin Ástríður sá það, þá mælti hún við þorgerði:
»Eigi svo! eigi svo, Þorgerður mín! Ljóstu eigi hendur
þessar, því að þetta eru biskupshendur«. En þetta mælti
drotningin »af spáleiksanda«, segir Gunnlaugur munkur,
og miðar alt að einu og hinu sama, að sýna »hversu
vitrum mönnum fanst mikið um hið blessaða ungmenni,
sjáandi þá hluti fyrir, er miklu síðar fram komu eftir
dýrðlegri guðs fyrirætlan um hinn heilaga Jóhannem«
(þ. e. Jón helga).
En það má um margar helgisagnahetjur segja, að sjaldan
rignir svo á prestinn, að ekki drjúpi á djáknann. Hafi
fagurlega verið spáð um soninn, þá þykir ekki sæma
annað, en að einnig haíi verið fagurlega spáð um móður-
ina. Löngu áður en Jón helgi fæddist, þá er Þorgerður
móðir hans var að eins 12 vetra, á Ólafur konungur helgi,
er hann sá meyna að jólaveizlu í höll sinni, með móður
hennar Þórlaugu, að hafa fylst spádómsanda og látið svo
ummælt við Egil, bónda Þórlaugar, Síðu-Halisson, er
þar dvaldist og með konungi: »Þessi dóttir þín lízt mér
stórlega væn og með góðu yfirbragði, og það kann ég að
segja þér, að hún verður mikill lukkumaður, og sá mun
göfugastur ættbogi á íslandi, er frá henni kemur«.
Ekki skal því haldið fram, að öll frásagan um utanför
þeirra hjóna sé tilbúningur. En erfitt er þó að verjast