Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 16
Prestafélagsritið.
JÓN helgi ÖGMUNDSSON
FYRSTI BISKUP HÓLASTIFTIS
1121 — 1921.
Eftir dr. theol. Jón Helgason biskup.
Áður en biskupsstólar voru settir á landi hér, höfðu
hér verið að minsta kosti fjórir biskupar útlendir, sem vér
vitum deili á, auk hins saxneska kristniboðsbiskups Frið-
riks, þess er hér dvaldist og rak trúboð ásamt Þorvaldi
Koðránssyni víðförla. Þessir útlendu biskupar voru allir
svonefndir lýðbiskupar (á engilsaxnesku: leodbysceóp), þ. e.
biskupar, sem vígðir höfðu verið, til þess að boða heiðn-
um mönnum (leod = lýður = gens) guðs orð (»ut genti-
bus prædicarent verbum Dei«) og hötðu því engin föst
biskupssetur. En auk þessara biskupa dvöldust hér um
lengri og skemri tíma nokkrir útlendingar aðrir með bisk-
ups nafni, sem vér að eins kunnum að nefna, þar á
meðal þrír ermskir, sem siðar mun vikið að.
Svo sem kunnugt er, hafði kristni verið lögtekin á Al-
þingi árið 1000. En 16 árum siðar sendi Ólafur konungur
helgi út hingað hirðbiskup sinn Bernharð Vilráðsson, til
þess að koma réttri skipun á ýmis málefni kirkjunnar, og
fá úr lögum numdar ýmsar ívilnanir til heiðninnar, sem
mest þóttu kristnispell í vera (svo sem útburð barna,
hrossakjötsál og launblót). Um afrek Bernharðs biskups
þessi 5 ár (1016—21), sem hann dvaldist hér, vitum vér þó
fátt. íslendingum fanst mikið til um bóklegan lærdóm
hans og nefndu hann »hinn bókvísa«. Hefir hann að
likindum verið enskur að uppruna. Hann varð síðar
biskup í Lundi. Þá kom út hingað Kolur biskup, senni-
lega af norrænum uppruna, og var hér með Halli i
Haukadal, en hans naut hér að eins skamma stund við,