Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 136
Prestafélagsritið. Hans Egede. 131
dveldist hér á landi vetrartima á ferðum sínum til stóls-
ins eða frá honum.
f*egar kom fram á 14. öld tóku Skrælingjar að gerast
ærið nærgöngulir við hina kristnu Grænlendinga og að
gera þeim þungar búsifjar. Þó tekst Skrælingjum ekki að
vinna bug á hinum norræna stofni fyr en kemur fram á
15. öld. Er svo að sjá sem Skrælingjar hafi við það
tækifæri eytt bygð þeirra og hrakið hvíta menn burt
frá átthögum sínum. Með hvaða hætti þetta hefir gerst,
vita menn ekki, því að nú eru allar samgöngur við
meginland Norðurálfu teknar mjög að strjálast. Þó er svo
að sjá, sem norrænir menn hafi aftur náð óðulum sinum
um stund, því að árið 1446 biðja þeir páfa að senda sér
biskup og kennimenn, en páfinn felur Gottskálk Hóla-
biskupi hinum eldra að taka það mál að sér og sjá um
að þeir fái þá ósk sína uppfylta. En hvað hann hefir
gert í því máli eða hvort hann hefir nokkuð gert, um
það vitum vér ekkert.
Þó er fram undir siðbót haldið áfram að skipa Græn-
landsbiskupa í páfagarði, en þar sem enginn þessara
manna nokkuru sinni fékk augum litið Grænlandsjökla,
má gera ráð fyrir, að hér hafi verið um málamyndar-skip-
un að ræða, og heitið »Grænlandsbiskup« ekki verið neitt
annað en nafnbót handa vígðum, en verkahringslausum
biskupum, sem algengt var (og er) í katólskum sið.
Síðasti Grænlandsbiskupinn svonefndi var Hollendingur,
Vincentíus Kampe að nafni. Hann varð þó aldrei meiri met-
orða- og valdamaður en að verða eins konar dyravörður
hjá Óðinsvéabiskupi, Jens Beldenak, um 1520; þó var hon-
um stundum út úr neyð trúað fyrir að vinna biskupsstörf,
t. d. á Jóakim Rönnov, síðasti Sjálandsbiskupinn í katólskum
sið, sem sjálfur hafði aldrei fengið rétta biskupsvfgslu,
að hafa notað Víncentíus þennan sem vígslubiskup.
Eftir 1500 leggjast ferðir milli Grænlands og umheims-
ins að mestu niður. Aðeins ber það stöku sinnum við,
að hollenzkir og enskir hvalveiðamenn rekast þangað.