Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 55
50
Arnór Sigurjónsson:
Prestafélagsritið.
skola«. Staðurinn er valinn eins og hann hefði verið val-
inn handa hverjum öðrum sænskum lýðháskóla. Allir
vilja þeir vera reistir á grunni, er ber hærra en landið í
kring. Pað er einskonar ytra tákn hlutverks þeirra og
stefnu. En stíll þessa skóla er ekki venjulegur lýökáskóla-
stíll. Fyrirmyndina höfum við þegar séð.
Og svo göngum við upp að skólanum. Þegar beygt er
útaf aðalveginum upp þangað, er bústaður skólastjórans,
einkennilegt timburhús, á ofurlítilli hæð til hinnar hand-
arinnar. En um það hugsum við ekki meir í bráðina. Á
leiðinni upp að skólanum verða fyrir okkur þrjú smá
steinhýsi einstaklega snotur. Þau eru bygð á þrjá vegu —
alveg eins og skjólgarður um ofurlítinn ferhyrndan reit,
og bergfléttan vefur sig þar upp eftir veggjunum í sólskin-
inu. Þetta er bústaður námsmeyjanna. En hér býr líka
dyravörður skólans með konu sinni. Þau hafa fundið
hvort annað hér í skólanum og vilja ekki við hann skilja.
Dyravörðinn verðum við að finna. Það er lítill hvíthærð-
ur maður, sem altaf hefír yndi af að sýna skólann.
Okkur verður fljótt ljóst, að hér er borg á bjargi traust,
þar sem skólinn rís upp af eldfornri granítklöppinni. Þang-
að upp er allbratt og steinrið upp að ganga. En brátt
stöndum við alveg undir turninum, sem er syðst á fram-
hlið skólans.
En í stað þess að leiða okkur beint að framdyrunum,
leiðir dyravörðurinn okkur til hliðar inn í steingöng með
opnum steinbogum til beggja hliða. Þar göngum við út
og erum þá staddir undir limi risavaxinna, en mjög strjálla
furutrjáa. Til beggja handa eru steingöng með opnum
hliðarportum. Þessi steingöng enda með steinskálum, sem
eru nokkru hærri og breiðari en göngin. Milli þeirra eru
tveir lágir granítstólpar. Frammi fyrir okkur er nokkur
hluti af húshliðinni og turninn fyrir miðju, hár og tígu-
legur. Inn í hann er hátt og breitt bogmyndað port, en
nú er það lokað. Seinna verður ljóst til hvers það er ætl-
að. Við erum staddir í y>friloftskirkjanm« (friluftskyrkan).