Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 50
Prestaiéiagsritið. Jón Ögmundsson. 45
mundar Arasonar, lét taka kistuna upp á ný til árferðis-
bóta fyrir »margra manna bænastað«. Höfðu þá gengið
harðindi mikil með snörpustu frostum og miklum hríð-
um, og hallæri hið mesta vofði yfir. En ekki hafði lcista
heilags Jóns fyr verið úr jörðu tekin og til kirkju flutt
og þar messa hafin, en veðrátta snerist: harðar hríðir í
blítt regn, grimm frost í heitan þey, og í stað norðanbáls
gerði sunnanvinda svo lága og lina, að á fáum dögum
tók af snjó allan um alt Island.
Svo er að sjá, sem klerkar norðanlands hafi mjög
haldið fram helgi Jóns biskups og hvatt til áheita við
hann, en þó varð helgi hans aldrei jafnmikil i meðvitund
almennings og helgi Þorláks biskups. Á alþingi 1201 var
messudagur Jóns biskups lögtekinn, sem er sama sem að
helgi hans liafi verið þar viðurkend. En þremur árum
áður, á alþingi 1198, hafði verið leyft að ákalla Þorlák
biskup. En hvorugur þeirra, og ekki heldur þriðji íslenzki
dýrlingurinn, Guðmundur góði, fékk nokkuru sinni kirkju-
lega eða páfalega staðfestingu. Það er þjóðin sjálf, sem
úrskurðar Jón Ögmundsson helgan mann og tekur upp
ákall hans sem árnaðarmanns síns hjá guði, — en út
fyrir landsteinana mun átrúnaður hans aldrei hafa borist.
En hvað sem nú þessu líður, þá fæ ég ekki betur séð,
eftir ófullkomnum kynnum mínum af kirkjusögu lands
vors, en að Jón biskup Ögmundsson hafi verið vel að
þeirri virðingu kominn, sem hann hefir hlotið með þjóð
sinni. Er það trúa mín, að þar hafi að öllu samanlögðu
íslenzk kirkja átt að sumu leyti einn sinn postullegasta
mann á biskupsstóli, og að hafi nokkur þeirra verðskuldað
að teljast »helgur maður«, þá hafi hann gert það, eklci
vegna hinna yfirnáttúrlegu verka, sem honum voru eignuð
lífs og liðnum af hjátrúa og auðtrúa kynslóð, heldur
vegna óvenju ríkra mannkosta og guði helgaðs innrætis,
er lýsti sér í öllu starfi hans og allri framkomu hans.
Þar sem Jón Ögmundsson er, sjáum vér mann, sem er allur
og óskiftur í verku sínu — fullkomlega vaxinn þvi starfi, er