Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 99
94 Árni Sigurðsson: Pr«staféiagsrmð.
spjallamennirnir hafa sagt«, eru trúarsannindin fólgin.
Orðið, jafnt hjá Páli sem guðspjallamönnunum, fræðir
oss um hið sama, fagnaðarerindið um droltin, sem er
yfirnáttúrlega getinn, krossfestur og likamlega upprisinn.
Þannig verður bókstaflegur skilningur á »orðinu« og skil-
yrðislaus játning hinna fornu trúarsetninga um persónu
og eðli Jesú að haldast í hendur hjá bverjum þeim, sem
kristinn vill teljast. —
Sýnt er, að þær tvær skoðanir, sem hér hefir lýst verið,
samrímast ekki. í fyrsta lagi er afstaða þeirra til ritning-
arinnar og vitnisburðar hennar gerólík, vegna þess að
hvor fylgir þar sinni meginreglu við lestur og skýringu
ritningarinnar. Og í öðru lagi er afstaða trúarinnar til
hinnar »veraldlegu« þekkingar gerólík. Önnur stefnan vill
samþýða trú og þekkingu, og neitar að nokkur mótsögn
þurfi að eiga sér stað milli trúarlegrar og vísindalegrar
reynslu. En hin stefnan heldur fast við gamlan trúarlær-
dóma- og kenninga-arf, hvað sem allri visindaþekkingu og
reynslusannindum líður.
IV.
Miðlunarstefnan virðist líta svo á, að báðir þessir and-
stæðu flokkar hafi lent i öfgum. Annar láti nútíðarvísindin
þrengja um of lifs- og starfssvið trúarinnar og geri of-
mikið úr rétti hinnar köldu skynsemi í trúmálunum. En
hinn flokkurinn æsi aftur hugsun og skynsemi gegn sér
með alt of einstrengingslegri áherzlu á þau ytri form trú-
arinnar, sem gömul eru orðin, og að hugsun til mjög
fjarlæg núlímamanninum. Slíkar öfgar vill miðlunarstefnan
forðast með þvi að leggja alla áherzlu á trúarlífið sjálft og
sýna fram á frumburðarrétt þess bæði gagnvart gömlum
kenningaarfi og nýrri þekkingu, sem líka vill sníða trúar-
lifinu ákveðinn kenningastakk, en getur orðið of þröngur,
ef eklci er vel að gætt. Andinn er þessari stefnu fyrir öllu
og hið auöuga líf, formfestan minna verð. Með því hygst
hún fara setn næst kenningu Krists, sem engum hratt frá