Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 124
Prestafélagsritið.
Ungir í drotni.
119
Hinsvegar setur teitinn oss fyrir sjónir þann starfsmann
Jesú Krists, sem hafði starfað meira en allir hinir. Hann
er orðinn gamall, og langar helzt til að leysast og lifa
með Kristi. Vér hugsum oss hann í fangelsi í Róm. Vér
hugsum oss hann í hlekkjum. Þó er hann eins og veð-
hlaupamaðurinn, sem sífelt keppir áfram, stöðugt hefir
hngann á markinu og lítur aldrei af því sjónum. Það er
mynd, sem oss gleymist seint. — Oss er sem vér sjáum sí-
unga æsku undir silfurhárum hans. Æsku, sem fundið
hefir lifshugsjón, og fær henni ekki glatað. Æsku, sem er
sifelt kapp, sífeld framsókn, sífeld þróttæfing og starfs-
vöitur, — sífeld barátta, en jafnframt sífeldur sigur og
þroski.
þessa mynd fær textinn oss til samanburðar við sjálfa
oss. Vér sjáum hér inn í instu heima Kristslifsins, og vér
fyllumst auðmýkt og blygðan.
þó sjáum vér, að sá, sem orðin talar, skoðar þetta
sjálfsagt og eðlilegt. Hann talar hér um vöit guðslífs síns,
sem óhjákvæmilega afieiðing af því, sem áður hefir gerst
í lífi hans: »Afeð þvi að eg er höndlaður af Kristi Jesú«,
segir hann.
Kristslífið er innifólgið í tveimur atriðum. Hið fyrra
er að vera höndlaður af Kristi Jesú. Án þess er Kristslífið
ekki mögulegt. Hið síðara er að keppa eftir að höndla
það. Án þess er Kristslífið ekki heldur mögulegt. — Það
sem kristinn maður á, er lífsupphafið, að Kristur Jesús
hefir höndlað hjarta hans. Það sem kristinn maður horfir
á fram undan, það sem hann keppir að, er að komast
til líkingar Kristslundarinnar.
í hirðisbréfi nýjasta biskupsins hér á Norðurlöndum las
ég nýlega á þessa leið: Pað sem ég æfinlega hlusta eftir hjá
starfsmönnum guðsríkis, hvort heldur hjá ungum presti eða
gömlum, gáfuðum eða ógáfuðum, er hvort hann er höndl-
aður af Kristi. Það eru ekki biskupar einir, sem hlusta
eftir því. Retta er það, sem hver kristinn maður og jafnvel
hver vantrúarmaður hlustar fyrst eftir hjá presti sínum,