Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 132
Prcstatélaesritið.
HANS POULSEN EGEDE,
GRÆNLENDINGA-POSTULI.
Synoduserindi eftir dr. Jón Helgason biskup.
Um öll Norðurlönd hefir á þessu vori verið minst eins
af ágætismönnum hinnar kristilegu trúboðssögu, norska
prestsins Hans Egede, sem kallaður hefir verið »postuli
Grænlendinga«. En tilefni þess er, að um þessar mundir
(næstkomandi 3. júlí) eru liðin rétt 200 ár síðan er hann
sté fæti á Grænland, ásamt konu sinni Gertrude Rasch, og
hóf trúboðsstarf það, er hefir skapað honum það ágætis-
orð, sem hann hefir á sér haft síðan.
Vegna þess nána sambands, er um eitt skeið var með
Grænlandi og íslandi, hefir mér þótt við eiga, að þessa
manns og þess starfs, sem hann vann, væri einnig minst
á prestastefnu vorri, og því hefi ég ætlað minningu Hans
Egede dálítið stundarkorn þess nauma tíma, sem vér
getum verið hér saman að þessu sinni.
En þegar um minningu Hans Egede og grænlenzka
trúboðsins er að ræða hér úti á íslandi, er ekki nema
eðlilegt, að svo sem í inngangsorða stað sé litið lengra
aftur í timann og rifjað upp í höfuðdráttum það, er vér
vitum um kristnisögu Grænlands hina eldri, svo skylt
sem oss er málið vegna hins nána sambands milli Græn-
lands og íslands í öndverðu. Sá inngangur getur þó aldrei
orðið nema stuttur, svo tiltölulega lítið, sem vér vitum um
líf hinnar eldri grænlenzku kristni, vegna þess hve snemma
bresta böndin, sem tengja lönd þessi hvert við annað.
Pess er þá fyrst að minnast, að í lok 9. aldar finnur
landi vor Gunnbjörn Úlfsson nýtt land hundrað mílur