Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 72
Prestaféiagjritið. Ungkirkjuhreyfingin sænska.
67
um einkennir hann og gerir hann að þeim skörungi, sem
hann er. Þess vegna er hann svo mikils virði hverjum
vini og hverju máli, er hann tekur að sér. Þess vegna
eru hugsjónir hans líka svo stórfeldar. Honum nægir þar
enginn hálfleikur. Þegar hann ritar, og einkum þegar hann
talar, leggur hann í það alla sál sína. Það er ekki snefill
af henni, sem stendur á bak við hann og horfir á og
hugsar um, hvernig hann muni nú »taka sig út«. Því
getur hann náð miklu lengra í mælskulistinni en nokkur,
sem gerir hana að leiklist, og því er heldur varla nokkru
sinni sami blærinn á mælsku hans. í framkvæmdunum
verður heldur ekki vart neinnar lamandi íhygli. Frekast
er það tillit hans til annara, er getur aftrað honum. En
gagnvart sjálfum sér er hann tillitslaus, getur lagt alt í
sölurnar.
Annað er mjög einkennandi fyrir Björkquist sem hugs-
andi mann, kennara og leiðtoga, og það er, hve mjög
hann fylgist með líðandi tíma. Það er eins og hann sé
altaf i kapphlaupi við tímann. Hverja bók, sem hann
getur búist við að hafi eitthvað nýtt að færa um almennar
lífsskoðanir og stefnur, kaupir hann um leið og les, og
er altaf opinn fyrir nýjum áhrifum. Þó verða ekki fundin
nein gagnger stefnuhvörf í ritum hans yfir það tlu ára
skeið, sem hann hefir starfað sem ríthöfundur, heldur
aðeins jafn og stöðugur þroski. En vinir hans segja, að
sérhver ritgerð hans og ræða beri blæinn af anda sam-
tíðarinnar. í samræmi við þetta er auðlegð hans af skap-
andi hugsjónum, sem sprottnar eru úr skauti tímans, en
þó nátengdar starfi hans og stefnu.
Fg hefi oft óskað, að við íslendingar ættum nú mann,
sem hefði alt í senn: hugsjónadirfð, framsetningarlist og
starfs- og fórnarþrek sem Manfred Björkquist. En þó hefi
ég óskað þess heitar, að við gætum tileinkað okkur »ridd-
aralega baráttu« hans og ungkirkjumanna fyrir hugsjón-
um okkar og stefnu. Þá yrði okkur ljóst, að ekki þarf