Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 34
Preitaféiagiritið. Jón Ögmundsson. 29
upi sem uppvaxandi æskumanni, er með afreksverkum
sínum og framkomu allri ávinnur sér aðdáun og hylli
konunga og annars stórmennis. Tvær þeirra eiga að sýna
hvílíkt prestsefni hann hafi verið, sumpart sökum ágæts
framburðar síns, er hann við messuflutning i Danmörku
hljóp til og hjálpaði illa læsum presti, er ekki komst stór-
slysalaust fram úr píningarsögunni, með því að taka af
honum bókina og halda lestrinum áfram, en sumpart
sökum söngnæmis síns, er var svo ríkt hjá honum, að
hann lék á hörpu (sem hann aldrei hafði reynt fyrri!),
sönglag, sem hann í draumi hafði heyrt Davíð konung
leika á hörpu, sitjandi á fótskemli biskupslegs sætis Jesú
Krists i höfuðkirkju einni. En hvorttveggja gerðist i við-
urvist Sveins Danakonungs Ulfssonar. Þriðja sagan skýrir
frá viðureign hans við Magnús berfætta Ólafsson Noregs-
konung og tilraunum hans til að frelsa landa sinn Gils
Ulugason er vegið hafði einn af konungsmönnum. En sann-
gildi þeirrar sögu er ekkert, því að viðburður sá, er sagan
er sett í samband við, gerðist ekki fyr en 20 árum síðar,
er Jón Ögmundsson var fyrir löngu til íslands kominn.
III
Við útkomu þeirra vinanna mun ísleifur biskup hafa
átt þrjú ár æfi sinnar enn ólifuð, og eftir því sem heim-
ildir vorar herma, mundi mega gera ráð fyrir, að einmitt
hann hafi veitt þeim báðum prestsvígslu skömmu eftir
heimkomu þeirra. Þeir höfðu þegar eftir útkomuna sezt
hvor að sinni föðurleifð, Odda og Breiðabólstað, og eftir
vigsluna gerst þar þjónandi prestar. Með því hefst í
rauninni saga þessara höfuðprestsetra sunnanlands, þar
sem svo margir ágætisprestar íslenskrar kirkju hafa öld-
um saman setið með sæmd og prýði. En hjer sjáum vér
jafnframt hversu preststaðan í þann tíð gat sameinast
stöðunni sem veraldlegur höfðingi; því að svo hefir um
þá báða verið, Jón og Sæmund, að þeir voru þetta hvort-
tveggja í senn, rétt eins og goðarnir höfðu verið í heiðn-