Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 9
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
7
BISKUP KVADDUR - BISKUPI HEILSAÐ
- OG PÁFA
Þegar við í stjórn Sjómannadags-
ráðs hugsum til fastra liða í dagskrá
Sjómannadagsins, sem er um leið
dagskrá sem fer um allt land, er vitað
að við sjálf útihátíðarhöldin síðdegis
eru þrír ræðumenn ákveðnir, þeir
sem teljast til „fastra liða“, og við í
stjórninni höfum enn ekki talið
ástæðu til að breyta frá, enda breyt-
ast einstaklingarnir frá ári til árs sem
ræðurnar flytja. Þar er þó „lífseigast-
ur“ sjávarútvegsráðherra eða stað-
gengill hans, annar ráðherra í sárafá-
um tilfellum. Á eftir ræðu ráðherra
kemur sem ræðumaður fulltrúi út-
gerðarmanna og síðan fulltrúi sjó-
manna, og að sjálfsögðu eru fulltrúar
þessara aðila ekki þeir sömu frá ári til
árs, en fullyrða má að ráðherrann sé
sá helsti sem eigi afturkvæmt frá ári
til árs.
En hver er sá sem upp úr stendur
sem hið stöðuga tákn á Sjómanna-
daginn við minningarathöfnina í
Dómkirkjunni, árdegis hvern slíkan
dag? Það er biskup íslands. En einn-
ig er þess að geta, að Forseti íslands
heiðrar jafnan Sjómannadaginn með
því að vera við morgunguðsþjónust-
una.
Með sárafáum undantekningum
hafa biskupar okkar sjálfir staðið
fyrir þessari athöfn, minnst hinna
látnu, blessað minningu þeirra og
beðið fyrir þeim sem þennan hættu-
lega atvinnuveg stunda. Ef biskupar
okkar hafa verið forfallaðir eru það
þjónandi prestar Dómkirkjunnar
eða dómprófastur sem annast þessa
athöfn.
Fimmtíu ára saga Sjómannadags-
ins getur um fjóra biskupa Þjóðkirkj-
unnar sem hafa flutt eftirlifandi ást-
vinum og skipsfélögum huggunar- og
minningarorð um þá sjómenn sem
látist hafa af slysförum í starfi frá
síðasta Sjómannadegi.
Eg minnist að sjálfsögðu Sigur-
geirs Sigurðssonar biskups sem þjón-
Séra Pétur Sigurgeirsson, Biskup íslands