Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 86

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 86
84 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Jagtin Fanney og skonnortan Reykjavíkin. Fanney var smíðuð 1861 og kom 1866.131/2 lest=27 tonn. Reykjavíkin kom 25. marz 1873. 27,38 lestir = 54,55 tonn. Jaktin Pilot á Bfldudal. Keypt til landsins á sjöunda áratugnum. Skonnortan Gylfi, með þrjú toppsegl til skútuútgerðar frá íslandi, annar á fyrri hluta 17du aldar, (1633), en hinn um miðja öldina (um 1650). Þar sem þessar tilraunir urðu endasleppar og eiga sér enga aðra sögu en stuttar og endasleppar tilraunir eru þær aldrei taldar tengjast upphafi íslenzkrar skútuútgerðar. Hinsvegar er jafnan nefnd til for- sögunnar, tilraun séra Páls í Selár- dal, enda hin merkasta. Séra Páll settist sem prestur í Selárdal 1647, og það verður að ætla, ártal er ekki þekkt, að það hafi verið á sjötta tug þeirrar aldar, að hann lét smíða sér duggu að hollenzkri fyrirmynd, en Hollendingar voru þá hér fjölmenn- astir þjóða. Það er talin vissa fyrir því, að útgerð séra Páls hafi gengið með ágætum í nokkur ár og hann sjálfur verið skipstjórinn. Séra Páll var gáfaður lærdómsmaður, einn sá mesti að sögn sinna samtíðarmanna, en hann brjálaðist í sínum lærdómi og tók upp hina vonlitlu baráttu síns tíma og kannski allra tíma við djöful- inn, og gerðist harður galdrabrennu forkólfur. I þessari óendanlegu bar- áttu séra Páls, sem hann helgaði sér, hlutu aðrar framkvæmdir þessa merka manns að sitja á hakanum, og féll dugguútgerð hans niður, sem annars hefði trúlega orðið framhald á og getað breytt þjóðarsögunni. Þá er og Lárusar lögmanns Gott- rup jafna getið í forsögunni. Hann lagði til 1701 við dönsku stjórnina að gerð væru út fjögur þilskip í hverjum fjórðungi. Hann fékk góðar undir- tektir í Danmörku en engar á íslandi. Þá er næst að geta Duggu-Eyvind- ar Jónssonar á Upsaströnd við Eyja- fjörð með sína tilraun 1717. Eyvindi lánaðist smíðin, en strandaði sjálfur duggu sinni ársgamalli og ónýttist hún í því strandi og Eyvindur gerði ekki aðra tilraun. Næstan er að nefna til forsögunnar Skúla Magnússon, landfógeta, sem fékk kónginn til að gefa sér tvær duggur til að styrkja með útgerð þeirra rekstur Innréttingastofnan- anna. Duggurnar voru 32 og 34 lest- ir, og þá líklega að okkar tali 64 og 68 tonna skip. Duggurnar voru skírðar kóngsnafni, Friðriksvon og Friðriks- ósk, en þær brugðust öllum vonum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.