Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 58

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 58
56 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Það var nú meiri andskotans hantéringin“ Hafa verður í huga við lest- urinn, að sagan gerist á ár- unum 1909-14, ekki á 17du öld og það verður víða að hafa það í huga, þegar lýst er meðferðinni á „messadrengnum“ (Athugasemdir innan sviga ÁJ). Þeir höfðu siglt í tvo daga fyrir full- um seglum í hagstæðum byr og Bett- ína var fyrir löngu komin framhjá ströndum Englands, þegar kafteinn- inn talar svo til messadrengsins: „Ég ætla þér að hantéra mávinn sem ég var að skjóta, þú átt að plokka hann, taka innan úr honum eins og venja er og láta hann í súpuna mína. Er það klárt?“ „Yves hefur svo mikið að gera að hann gleymir þessu, og kallar yfir sig reiði skipstjórans, sem refsar honum á alveg sérstakan hátt: Hann verður að standa í eldhúsinu eins og varð- maður með fötur fullar af vatni sína í hvorri hendi. Þegar yfinnaðurinn lætur svo lítið að muna eftir tilveru messadrengsings er hegningin búin að vara í meira en þrjá klukkutíma.“ Á næstu síðu bókarinnar kemur það fram, að Yves er kokkurinn á skútunni, samt er hann alla söguna kallaður messadrengur, yfirmenn- irnir hafa borðað sér. Kapteinninn hafði sagt við hann meðan skipið lá enn við festar í höfninni í Pompól: „Það verður ekki erfið vinna hjá þér, því fyrir utan að sjá um matinn handa áhöfninni, eru bara smá-viðvik, ann- að þarftu ekki að gera“ Yves lýsir síðan starfa sínum og segist hafa verið á þönum þrettán til fjórtán stundir samfleytt, en nú vant- ar tilfinnanlega, hvað honum var ætl- að að matreiða fyrir marga. Það voru 24-26 menn á Pompóluskútunum og hafi svo verið á Bettínu, var þarna meira lagt á drenginn, en nokkrum íslenzkum skútuskipstjóra eða út- gerðarmanni hefði dottið í hug að ætla 14 ára dreng. Hér var heldur ekki bara um hina sífelldu soðningu að ræða eins og á íslenzku skútunum, heldur talsverða matreiðslu. Á íslenzku jöktunum eða minnstu kútterunum með 8-12 manna áhöfn og soðning eina matreiðslan, var hægt að notast við duglegan strák, og það var náttúrlega talað hressilega við þá, ef þeir misfóru sig á soðning- arstykkjunum, sem þeir þurftu að merkja í pottinn, eins ef þeir löguðu kaffi úr sjó, en meðferðin á Yves, 14 ára unglingnum, á sér enga líka í ís- lenzkum skútusögum. Það athugist, að um heila skipshöfn er að ræða, sem öll sem einn leggst á drenginn. Það finnst enginn, sem leggur honum lið, ekki einu sinni faðir hans. Á ís- lenzku skútunum var það jafnan svo, að ef einhver skipsmanna ætlaði að setjast á léttadrenginn, var strax kominn annar til að verja hann. Skip- stjórar tóku einnig hart á því, ef þeir urðu varir illrar framkomu einhvers háseta við dreng. Svo er lýst starfi Yves og fram- komu skipshafnarinnar við hann: „Yves hóf starf sitt klukkan fjögur að morgni meðan augun voru enn rauð- þrútin eftir svefninn og skrokkurinn lerkaður eftir stritið daginn áður. Fyrsta verkið var að búa til kaffið handa skipshöfninni, um það til þrjá- tíu skammtar, sem hann þurfti að bera til mannanna sem voru á frívakt í káetunni“. (Engin skýring er á þess- um skammtafjölda í morgunkaff- inu). „Hann mátti biðja fyrir sér, ef drykkurinn hafði kólnað um of á leiðinni, eða honum varð á smávægi- legur klaufaskapur, því hásetarnir, sem voru illa vaknaðir létu hann ekki sleppa, einn hellti yfir hann skömm- um, annar lét hann hafa vel miðað spark í afturendann. Bretónsku sjó- mennirnir voru sem sé engir blessað- ir englar, þannig að þeir yrðu mildir og hneygðir til umburðarlyndis þegar þeir höfðu slokað í sig sinn „búsjaron" eða með öðrum orðum tuttugu sentilítra skammtinn af brennivíni, sem þeir fengu daglega. (Ekki er nú þarna um stórfellda drykkju að ræða og kemur ekki heim og saman við aðrar lýsingar á því efni bókar). Og skipstjóranum hefði ekki þótt ráðlegt að svipta þá honum, svo ógurleg sem reiði þeirra mundi verða. Það tók hálftíma og vel það að færa þeim kaffið (kojuvaktinni). Þá hófst sama sagan uppi á dekkinu, þar sem hásetarnir voru að ljúka vakt sinni, fengu þeir kaffi og bita með því. Yves varð flökurt að horfa á þá háma í sig með augljósri velþóknan sneið af svínafleski eða nokkrar kexkökur með þykku lagi af mör, einn át þetta annar hitt, og síðan þegar þeir höfðu kýlt vömbina, eins og þeir sögðu, fóru þeir og lögðust til svefns í kojunum, sem hinir skipsfé- lagar þeirra voru nýkomnir úr, þeir sem nú tóku við vaktinni. Þessi önnur ferð með kaffið gekk ekki alltaf vandræðalaust, og að því leyti til hafði Yves fengið að vita, hvað til hans friðar heyrði, þegar einn hásetanna varð öskuvondur af því að hann komst ekki að eldamask- ínunni til að hita kássuna sína, og rétti honum vel útilátna löðrunga um leið og hann öskraði: „Þetta kennir þér að hafa reglu á hlutunum, leting- inn þinn“. Eldhúsið líktist mest fangaklefa, þessi dimma kompa þar sem hann var flestum stundum. Veggirnir voru festir við þilfarið með boltuðum stöngum, en á hverjum vegg voru dyr með rennihurð og voru þær dyr notaðar, sem snéru undan vindi hverju sinni. Vindáttin var hinsvegar æðioft breytileg og þurfti að færa til og skipta eins oft og himninum þóknaðist og Guð vissi hversu kenjóttur hann var himinninn yfir hafinu. Mikilvægasta tækið var kabyssan, og reyndist ævinlega of lítil þegar elda þurfti á henni súpu handa háset- unum, en auk þess handa kapteinin- um og yfirmönnunum. Þá voru og nokkrir dallar undir rusl og ruður sem fleygt var fyrir borð, ketill, kast- arolur og eins konar stóreflis kaffi- kanna, nefnd „Dundee,“ Ekki má heldur gleyma kolafötunum þeim arna sem tæmdust í sífellu með yfir- þyrmandi hraða. Þá þurfti að fylla þær aftur fram í krapparúmi. Það var vandkvæða- laust að komast þangað en öðru máli gengdi að bera þungar föturnar upp stigana, þær tóku svo í handleggina að hann hefði ekki verið hissa þótt þeir lengdust. Að ekki sé talað um hve erfitt var að halda jafnvæginu þegar öldugangurinn hristi skipið og skók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.