Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 145
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
143
Sjóslys og drukknanir sjómanna í starfí
frá 26.3 1988 til 5.51989
Mars
26. Drukknuðu tveir menn, þeir
Helgi Ástvaldsson, 31 árs,
Siglufirði. Lætur eftir sig eigin-
konu og þrjú börn, og
Gunnlaugur Pálsson, 25 ára,
Ólafsfirði. Lætur eftir sig eigin-
konu og tvö börn. Bátur sem
þeir fóru á frá Siglufirði fannst
mannlaus undir Strákafjalli.
Víðtæk — og langvarandi leit
fór fram. Lík Helga fannst
skammt frá Sauðanesi 27.7, en
lík Gunnlaugs fannst 15.91988,
rekið á fjörur innan við Siglu-
nes.
Okt.
13. Drukknaði Gísli Jósefsson, sjó-
maður, 46 ára, Hrannargötu 3,
ísafirði er hann féll á milli skips
og bryggju. Hans hafði verið
saknað og víðtæk leit farið fram
er hann fannst. Lætur eftir sig
eiginkonu og uppkomin börn.
1989
Febrúar
14. Drukknuðu tveir menn; þeir
Ólafur N. Guðmundsson, 43ja
ára, sem lætur eftir sig eigin-
konu og fjögur börn og Ægir
Ólafsson, 50 ára sem lét eftir sig
fjögur börn er v/b Dóri ÍS 213,
10 tonn fórst á ísafjarðardjúpi,
undan Æðey, um það bil að
leggja af stað inn til ísafjarðar.
Veður var 6-8 vindstig 11° frost
og ísing. Öll tiltæk skip héldu úr
höfn frá Isafirði, Bolungavík,
Súðavík, Bj.sv. gengu fjörur.
Bátar fundu brak, lestarborð
o.fl. undan Ögurnesi. Lík Ólafs
fannst er v/b Dóri var dreginn
upp 12.3. sl.
Mars
7. Drukknaði Magnús Þórarinn
Guðmundsson, 40 ára, skip-
stjóri Brautarholti 19, Ólafs-
vík, er hann fór frá borði á bát
sínum, en náði ekki björgunar-
bátnum. Bátur hans, Sæborg
SH 377, sökk út af Rifi á Snæ-
fellsnesi. Magnús lætur eftir sig
eiginkonu og þrjú börn.
Apríl
12 Drukknaði Guðmundur Jón
Magnússon, 64 ára, skipstjóri,
Neshaga 57, Reykjavík er
dráttarbáturinn Björninn sökk
í mynni Hafnarfjarðarhafnar.
Dráttarbáturinn var að draga
pramma, er hann valt skyndi-
lega og sökk á andartaki. Við
það stríkkaði á tógi milli hans
og prammans. Guðmundur
lætur eftir sig eiginkonu og
uppkomna dóttur.