Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 69

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 69
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67 LE « SAlNT-FRANgOlS D'ASSISE JSjvire-hófUal % ic h . SOCiÉTÍ DES CEUVRES DE MER * rekast með krafti á annað skip. Síðan var það nálægð ísjakkanna sem þrá- látur útnyrðingur rak í þúsundatali um Danmerkursund, þar sem þeir frusu saman í óskaplegt bákn. Engin von var til að komast klakklaust úr árekstri við þá. Eftir nokkrar mínút- ur var skipið sokkið með allri áhöfn.“ Það sem hér hefur verið lýst, eru sagðar hugsanir sögumannsins Yves, þar sem hann stóð á þilfari skips síns, sem enn lá í höfninni í Pompól, en var að búast til einnar ferðar enn til þessa voðalega lands og allra þeirra písla, sem þar biðu hans og félaga hans. Hugsunum Yves, þar sem hann stendur á bryggjunni í Pompóli og er búinn til farar í fimmta og síðasta úthald sitt á íslandsmið, er enn svo lýst: „Svo var komið, að hann var í fimmtu vertíð sinni. Hve margar yrðu þær enn? Hann kaus fremur að dvelja ekki lengi við þær ískyggilegu horfur... Já, sannarlega var það refs- ing að vera sjómaður nauðugur, verða orðinn gamall um fertugt og fyrrverandi — um fimmtugt, það er að segja rekald, svo miskunnarlaust hafði þetta starf fordjarfað líkam- ann, tæmt hann af öllu lífsfjöri, eins og blóðsuga, stungu eftir stungu, af stakri þolinmæði, ófreskja sem var örugg um að hafa síðasta orðið. Yves bíður færis að forða sér og „ísland yrði þá aðeins slæm minning.“ Og er þá lokið að segja frá Yves karlinum. Þrátt fyrir kúnstugar sjó- mennskulýsingar, hefur hann fært okkur aðalsögu þráðinn í mannlífs- þáttinn, raunsannan, eða að minnsta kosti svo sannan að ekki verður um það efast, að franskir skútumenn hafa átt hér á íslandsmiðum vont líf og verra en við höfðum ætlað. íslands ónáttúra S slenskri ónáttúru er lýst með ýmsu móti í sögu Yves frænda. Á þeim hólma í norðurhöfum og miðunum umhverfis hann ríkir samfellt óveður. Þar er sól á lofti ekki nema einu sinni nefnd, og þá til að skemma sjón frönsku skútumann- anna. Eftir tólf daga siglingu á úfnu hafi sem löðrungaði skipið af hörku með- an kuldinn jókst eftir því sem magn- aðist vindur, en hann hvessti sífellt í æ meiri ofsa og slagveðursrigningu sem hélst án afláts þangað til hún var skyndilega orðin að iðulausri stór- hríð, voru þeir nú komnir undir ís- land, þar sem segl voru lækkuð þegar suðurströndin var í sjónmáli og hald- ið kyrru fyrir utan dönsku landhelg- innar sem var stranglega bönnuð hverju skipi, þar sem blakti útlendur fáni. I daufri birtunni sem nótt norðurs- ins úthellti skamma stund kom Yves auga á þetta undarlega land, girt fjallgörðum sem stungu hnjúkunum í lágt skýjaþykknið, víðáttumiklum eyðimörkum og strandlengju sem var varin skerjagarði, þar sem öld- urnar brotnuði í gjósandi brimi. Og þegar hann leiddi þetta sjónum þótti honum eins og hann hefði verið flutt- ur út fyrir endimörk jarðarinnar. Það hefði mátt halda, að skútan hefði í einu vetfangi oltið yfir jarðarmörkin inn í ríki dauðans, þar sem voru á kreiki þau draugaskip sem sauma- konan hafði sagt honum sögur af. En eftir að hafa talað um það við föður sinn og heyrt á hlaupum orð og orð sem fóru milli hásetanna, var hann farinn að gera sér raunverulegri hug- myndir um aðstæðurnar. í fyrsta lagi merkti heiti landsins, að það væri land ísa, og þetta síúfna haf, þar sem þeir nú hagræddu segl- um, var í norðurhluta Atlantshafs, eða hundrað og níutíu mílum sunnan við norðurheimskautsbaug. Þessar tölur varðandi mílufjöldann sögðu honum að vísu ekki neitt, en eftir þeim kulda að dæma sem hér ríkti, þá var ekki að efa, að Grænland, sem honum hafði verið sagt frá í skólan- um, gat ekki verið langt undan, ef til vill var það rétt hinumegin við fjöllin þarna? . . . Hann hafði einnig lært eftirfarandi: Þessi miklu fjöll sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.