Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 53
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
51
Franskir sjómenn á Fáskrúðsfirði krjúpa hjá líki félaga síns.
Hugsaði einhver þeirra: Verð ég næstur undir kross, eða aðeins nafn á minningartöflu
heima í Pompól?
Tvennskonar
fískimannasögur
Margur er sá maðurinn, að
hann lifir svo langa ævi,
að hann sér aldrei glitta í
heiðan himinn. Þá er ýmist, að hann
er að eðlisfari vanbúinn til lífsbarátt-
unnar, eða það hendir hann einhver
sú ógæfa, sem hann fær engu ráð um,
svo sem slys eða sjúkdómar, en einn-
ig geta þjóðfélagsaðstæður þær, sem
maðurinn fæðist til gert honum ók-
leyft að lifa glöðu mannlífi, og í því
efni veldur mestu, ef maðurinn neyð-
ist til að vinna starf, sem hann er ekki
fallinn til og hatar að vinna.
Meðan atvinnulíf var fábreytt og
fátækt almenn var margur maðurinn
neyddur til að stunda sjómennsku
alla ævi, hann átti ekki annarra kosta
völ.
Þessir menn urðu beyzkir og slitn-
uðu fyrir aldur fram og voru alla tíð
hásetar, oft á lélegum skipum. í sín-
um sögum muna þessir menn mest og
oft eingöngu, þrældóminn, vosbúð-
ina, vondan matarkost, lífshætturn-
ar, slæma yfirmenn og enn verri út-
gerðarmenn.
Þeir, sem vel voru fallnir til sjó-
mennsku, gefin til þess harka, kjark-
ur og vinnuþrek og höfðu gaman af
veiðiskap, hafa allt aðra sögu að
segja af þessu starfi. Þeir muna að
vísu þrældóminn, vosbúðina, vond-
an kost og harða yfirmenn, en hafa
náð að hrista það allt af sér og lifa
ekki í þeirri minningu, heldur miklu
fremur um ýmislegt um veiðiskap-
inn, hvernig hann gekk, og þeir
muna margt skemmtilegt að segja
um mannlífið um borð, spaugileg at-
vik og skrýtna karla, félögum sínum
bera þeir almennt vel söguna og yfir-
mönnunum líka, ef þeir hafa fiskað
vel og verið góðir sjómenn, og út-
gerðarmennirnir voru vondir eða
góðir eftir, hvernig þeir gerðu út og
stóðu í skilum við mannskapinn.
Óvæntar fréttir úr Frans
Við íslendingar höfum fengið
fréttir úr Frans af frönsku skútulífi
sagðar af fyrri manngerðinni.
Árið 1981 gaf bókaútgáfan Iðunn,
sem fyrr segir út bókina Yves frændi,
íslandssjómaður, eftir Jacque Du-
bois, þýdd af Jóni Óskari og Forseti
íslands ritar formála.
Þetta mun vera eina sagan sögð af
frönskum skútumanni, sem við eig-
um á okkar tungu af frönsku skútulífi
á Islandsmiðum. Saga Pierre Lotis
„Á íslandsmiðum,“ sem kom út
1923, er fremur ástarsaga en skútu-
lífssaga og líklega lætur Frökkum
betur hin fyrri sagnagerðin. Þeir
myndu líklega taka þeirri tillögu illa,
Frakkarnir, að þeir fengju Englend-
inga, nágranna sína til að skrifa fyrir
sig sjómannasögur, þeir kunna til
þess Englendingarnar. Rómantíkin
drepur þá ekki.
Saga Yves frænda er svört saga,
kolsvört, þar örlar ekki á brosi né
sólarglætu. Yfir íslandi og íslands-
miðum rofar aldrei í heiðan himin,
þrældómurinn samfelldur, óveðrið
uppstyttulaust, engum almennileg-
um manni bregður fyrir í skipshöfn,
utan einum, sem datt út, jafnvel
myrkrið má heita samfellt, og voru
þó Frakkarnir ekki hér í skammdeg-
inu, sól bregður einu sinni fyrir, en
þá er hún á lofti til að skemma augu
Fransmannanna eftir hið langa
myrkur, sjúkdómar þungir tóku við
hver af öðrum, og eigum við ekki
sagnir af öðrum eins píslum, og eig-
um þó söguna af Jóni þumlungi.
Það má segja, að það komi okkur
íslendingum allmjög á óvart þessi al-