Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 60

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 60
58 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ sjóhattinum, sem festur var með reim undir hökuna, síðan hvarf hann í aðra báru. Tíu sinnum var reynt að bjarga honum, en árangurslaust, þrátt fyrir ákafann. Það var engu lík- ara en við ættum í höggi við sjálfan djöfulinn. Hann sést ekki lengur hann er áreiðanlega farinn sagði einn skipverjinn. (Svona skynsamlegar ályktanir eigum við úr okkar sjómannssögu. Það var á vélbáti fyrir vestan, að maður datt aftur af skutn- um, og þótti sá heldur brokkgengur. Formaðurinn var niður í vélarúmi, og kemur upp, þegar maðurinn við stýrið hrópar, að maðurinn hafi dott- ið út, og nefnir um leið hver það sé. Formaður kom þá upp í gatið og leit aftur undan bátnum, en hinn þá búinn að snúa bátnum, og formaður- inn sá engan aftur undan, og sagði: „Nei, nei, þetta þýðir ekkert, hann er kominn til himnaríkis.“ Hann var að flýta sér í róður og vildi sem minnst tefja för sína, og alls ekki elt- ast við mann, sem væri kominn alla leið til himnaríkis. „Ég hélt nú ekki hann yrði fljót- ur þangað“ sagði sá sem stýrði. Ekki var enska uppeldisaðferðin skárri egar íslenzkum lesanda og þá ekki sízt íslenzkum sjómönn- um finnst úr hófi keyra með- ferðin á Yves frænda í sögu hans hér á eftir, þá er margt að hafa í huga, sem við ekki þekkjum til í okkar skútumennsku og ekki heldur fisk- veiðisögu okkar. Maður gæti freistast til að halda að við værum gæðafólk, Islendingar, ef maður þekkti ekki innrætið hjá sjálf- um sér, sem trúlega er líkt og al- mennt gerist með þjóðinni. En þó við náum kannski ekki því marki að kall- ast gæðafólk, þá erum við, og þá sízt sjómenn, ekki þær skepnur í okkur sem víða kemur fram í erlendum sjó- mannasögum. Frásögnin hér á eftir er tekin úr bókinni Sailing Trawlers, sem út kom í Englandi fyrst 1953, og síðan endurútgefin 1970 og endur- prentuð 1978. Frásögnin er í bréfi frá skútumanni sem var á lífi 1953 til höf- undar bókarinnar. Honum segist svo frá: „Þegar ég var 13 ára gamall hætti ég í skóla og var ráðinn sem viðvan- ingur til heiðursmanns sem kallaður var hr. Ofgóður (Toogood) og átti fjórar fiskiskútur. Ég var skráður á eina þeirra, Lydia & Selina, 81 tonn, í 13 vikna túr á íslandsmið. Við veiddum með handfærum, röðuðum okkur á síðuna með færin og ég fékk tvö pence í premíu af hverjum fiski sem ég kynni að draga, með starfa mínum sem kokkur, og náði sömu lengd og nam breidd fjögurra planka í skipsþilfarinu. (Þessi fisklengd hef- ur svarað tveim fetum eða 62 cm). Minni fiskur var ekki talinn. Það tók okkur hálfan mánuð að sigla á íslandsmið og nærri því þrjár vikur heimsiglingin. Fullgildir háset- ar höfðu 18 shillinga á viku og fjögur pence í premíu af því sem þeir drógu, stýrimaður eitt sterlingspund á viku og að auki fjagra pensa premíu af drætti sínum en skipstjórinn var upp á hlut. Þénusta mín eftir túrinn var 30 shillingar. Ég hafði ekki nema fjögur pence í kaup á viku og ef viðvaningur vann sér eitthvað inn aukalega með fiskdrætti, voru þeir peningar lagðir í banka Verslunarráðsins (The Board of Trade office) og geymdir þar fyrir hann. Lifrina úr fiskinum létum við á tunnur, sem tóku 40 gallons og seld- ust á 10 sh. tunnan. Ég átti að kokka og skipstjórinn kom í eldhúsið á hverju kvöldi, að líta þar eftir pönnum og pottum, hnífum og göfflum, og að allt væri í röð og reglu hjá kokknum. Mig hafði vantað eina skeið eitt kvöldið án þess að taka eftir því. Skipstjórinn beið með að gera athugasemd þar til ég var sofnaður, þá vakti hann mig til að leita að því sem vantaði. Hann sagði mér ekki hvað það væri og ég varð að byrja á því að hefja talningu á öllu eldhúsdótinu og það tók tímann sinn þar til ég fann að það vantaði eina skeið. Hana varð ég að finna áður en ég fengi að ganga til svefns á ný. Það tók mig einn og hálfan klukkutíma að hafa upp á skeiðinni. Henni hafði verið stungið undir kaðalvafning um mastrið af einhverjum hásetanum sem hafði borðað úr grautarskál sinni uppi á dekki. Ég passaði upp á hlutina eftir þetta, og það held ég að ég hafi fengið meira af höggum og barsmíðum en góðum mat, og al- mennt má um skipshafnir þessa tíma segja, að viðvaningar hafi búið við grimmd af hálfu skipsmanna. Sem dæmi má nefna söguna af skipstjóranum sem sá til kokks, létta- drengs, vera að steikja fisk til morg- unverðar. Skipstjórinn hafði séð til drengsins inn um dyragætt og dreng- urinn ekki orðið hans var. Þegar hann hafði steikt fyrstu pönnuna stakk hann upp í sig bita til að prófa hvernig til hefði tekist um steiking- una. Þetta sá skipstjórinn, gekk þá inn og tók hönd drengsins og hélt henni niðri í sjóðandi steikarfitunni á pönnunni. Drengurinn varð svo óður af sársauka að hann reif sig lausan, stökk fyrir borð og týndist í hafið. Skipstjórinn fékk einhvern tíma- bundinn fangelsisdóm fyrir þetta til- tæki, en það var fjölmargt sem ekki kom fyrir rétt af meðferðinni á við- vaningum þessa tíma. Skipstjórar og stýrimenn voru mjög vondir við ung- linga, kannski ekki allir, en þótt nokkrir hafi verið góðir voru hinir margir, sem voru vondir.“ Gamli maðurinn rekur svo áfram lítillega sjóferðasögu sína, og segist bera hennar þau merki, að önnur hönd hans sé kreppt og litla fingurinn hafi af kalið í frosti eftir langa hrakn- inga í opnum báti þegar skip það sem hann var á, strandaði á blindskeri í Faxaflóa. En það er nú önnur saga. Það er staðreynd, sem bæði á við um Englendinga og Frakka, að skip þeirra fyrr á tímum voru að hluta til mönnuð af ruddalýð sem engan sinn líka átti í óveðurslandinu, sem þeir sóttu fiskinn til. Innræti manna fer ekki alltaf eftir veðurlagi. Þrældómur en ekki örmagnan Færaveiðarnar á skútunum voru þrældómur fyrir þá, sem mikið stóðu við færi sitt og mikið drógu. Reyndar var ekki allur erfiðismunurinn falinn í mis- jöfnum drætti manna. Því fylgdi að vísu meiri vöðvaþreyta að draga mik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.