Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 27
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
25
belgískir og franskir, voru svo öflugir
fiskimenn í Norðursjó að þeir voru
að flæma Englendinga af miðunum í
Norðursjó og lönduðu fiski á markað
í London. Flandrarar urðu fyrstir til
að nýta Doggerbanka og frá þeim er
nafnið runnið, að því að talið er.
Englendingar stóðu orðið mjög
höllum fæti á heimamiðum sínum á
16du öld og réði þar nokkru um að
þeir tóku að ganga af kaþólskunni
dauðri, en það hafði mikil áhrif á
fiskát þjóðarinnar, einkum saltfisks-
át.
Árið 1553 fóru aðeins 43 skip til
veiða við ísland, á móti 149 árið 1528.
Þarna kom og til baráttan við Þjóð-
verja á íslandsmiðunum og einnig
við Dani, sem reyndu að stemma
stigu við sókn þessara þjóða.
Áður er nefnt, að Frakkar eru á
17du öld hér til hvalveiða og það hafa
trúlega fremur verið Bretónar en
frönsku Flandrararnir.
Á18. öld voru hollensku Flandrar-
arnir orðnir fjölmennastir þjóðanna
hér við land, og Bretar í öðru sæti.
Árið 1740 eru sögð 200 erlend skip að
veiðum við ísland, og 1768 er talað
um að hér séu 160 hollensk skip. Það
er ekki fyrr en á 19. öld, að Frakkar
verða hér fjölmennastir.
Alla 19. öldina var sókn útlendinga
mikil og margar þjóðir um hituna;
hollenskir, belgískir og franskir
Flandrarar, með mörg hundruð skip,
eða 4-500, auk þess sem Englending-
ar voru fneð 60-70 skip. Þá bættust
Norðmenn í hópinn 1868 til síldveiða
og voru hér bæði með síldarútgerð og
fjölda skipa (165 talsins árið 1879).
Við eigum mikla sögu ósagða af
allri þessari sókn um aldirnar og áhrif
hennar á þjóðlíf og þjóðerni.
Hér segir nú af Frökkum, en
þeirra sókn varð sú mesta að fjöl-
menni og skipamergð sem um getur á
íslandsmiðum.
Gömul norskt jakt, og þarna komið jagtalagið á skrokknum sem hefur haldizt um
aldirnar í Skandinavíu. Við keyptum jaktir þaðan. Fyrstu fiskiskipin á íslandsmiðum
gætu einmitt hafa verið þessu lík og seglabúnaður álíka.
Danskar húggortur á ísiandsmiðum (1785). Þessar húggortur sýnast ekta duggur,
tvístöfnungar.