Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 133
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
131
JÓHANNES PÁLL PÁFi II.
Karol Wojtyla, kona hans Emelia og sonur þeirra Karol, fimm ára.
Karol Josef Wojtyla var fæddur 18.
maí 1920 í smábænum Wadowice.
Foreldrar hans voru Karol og Emilia
Wojtyla. Wojtyla hjónin áttu fyrir 12
ára gamlan son Edvard að nafni.
Karol eldri var atvinnuhermaður og
var hann starfsmannastjóri 12. her-
deildarinnar sem hafði aðsetur í Wa-
dowice. Fyrir sjálfstæði Póllands
hafði hann verið í austurríska hern-
um.
Emilia Wojtyla var 40 ára þegar
Karol litli fæddist. Hún dáði og elsk-
aði son sinn sem hún kallaði Lolek.
Karol Wojtyla tilheyrði fyrstu
kynslóð frjálsra Pólverja. Foreldrar
hans og raunar allir Pólverjar vonuð-
ust til að nú væru allar hörmungar að
baki. Það var því mikil bjartsýni ríkj-
andi meðal pólsku þjóðarinnar.
Þann 13. apríl 1929 dró ský fyrir sólu í
lífi Karols litla, sem þá var aðeins 9
ára að aldri. Emilia Wojtyla lést af
barnsförum er hún fæddi fjórða barn
sitt, andvana stúlku. Önnur stúlka
hafði fæðst andvana 3 árum áður en
Karol fæddist. Þeir feðgar voru nú
einir á heimilinu þar sem Edvard
stundaði nám í læknisfræði. Karol
litli var vart búinn að ná sér eftir
fráfall móður sinnar þegar þessi litla
fjölskylda varð fyrir öðru hræðilegu
áfalli. Fjórum árum eftir lát móður-
innar lést bróðir hans, Edvard úr
skarlatsótt en hann var þá nýútskrif-
aður læknir. Karol eldri varð að
hætta í hernum til að annast dreng-
inn. Hann ól drenginn upp við her-
aga en hann hugsaði vel um hann.
Karol eldri var trúaður maður og
hafði mikinn áhuga á listum. Karol
yngri hafði aðallega áhuga á íþrótt-
um, hann varð hávaxinn og myndar-
legur piltur. Árið 1938 lauk Karol
stúdentsprófi og hafði hann ákveðið
að gerast leikari. Þeir feðgar fluttu
nú til Kraká og innritaðist Karol í
Jagelloniska háskólann. Þessi há-
skóli er með þeim elstu í Evrópu.
Karol Wojtyla lagði stund á pólsku
og bókmenntir. í september 1939
réðust Þjóðverjar inn í Pólland og
skömmu síðar var háskólanum lok-
að. Á meðan á stríðinu stóð vann
Karol ýmsa erfiðisvinnu fyrst í
grjótnámi og síðar í efnaverksmiðju.
Skömmu eftir jól 1940 veiktist Karol
eldri og nokkrum dögum síðar fær
hann heilablóðfall og lézt nær sam-
stundis. Karol var þá í vinnunni.
Dauði föður hans hafði mjög djúp
áhrif á hann. Hann var einn í heimin-
um aðeins tvítugur að aldri. 1942 hóf
hann nám í hinum ólöglega presta-
skóla í Kraká. Prestvígslu þáði hann
svo 1. nóvember 1946.
Karol Wojtyla var síðan sendur til
framhaldsnáms til Rómar veturinn
1946. Stundaði hann nám við Pontif-
ical Angelicum háskólann. Embætt-
isprófi lauk hann 1947 og doktors-
prófi 30. apríl 1948 með láði, magna
cum lauda. Fram til 1951 starfaði
hann sem sóknarprestur í Póllandi.
1951 hóf hann svo framhaldsnám við
Jagellonian háskólann. 1956 er hann
skipaður prófessor við háskólann í
Lublin. Þann 4. júlí 1958 var Karol
Wojtyla vígður biskup yfir Ombi.
Árið 1962 var hann svo skipaður
vicar capitular í Kraká og erkibiskup
18. janúar 1964. Hann var skipaður
kardináli af Páli páfa VI þann 29. maí
1967. Karol Wojtyla var síðan kjör-
inn páfi þann 16. október 1978 kl.
18:19, sá fyrsti sem ekki var ítali í 455
ár.
Sigmar B. Hauksson