Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 126
124
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
LÍKANASMIÐURINN
s
Arið 1950 birtist í ensku
blaði, Model Ships &
Trawler Boats frásögn af ís-
lenzkum alþingismanni, sem hefði
smíðað forkunnarfallegt líkan af 700
tonna togara og unnið það með vasa-
hnífnum sínum, þjöl og rasp. Mynd
af Nýsköpunartogaranum Bjarna
riddara fylgdi greininni og þar farið
mörgum góðum orðum um líkanið.
I gömlu og hlýlegu húsi í gömlu
hverfi niður undir sjó, þar sem sér
útá skarfahlein í fjöru, býr þessi lík-
anasmiður, Hermann Guðmunds-
son, landskunnur maður fyrir ýms fé-
lagsstörf, þingmaður um skeið, en
þekktastur sem formaður verka-
mannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði
um áratugi.
Það er löngu þekkt, að Hermann
er listamódelsmiður, og líkön hans
eru af skipum.
Þegar Hermann lauk prófi úr
Flensborgarskóla gerðist hann sjó-
maður og var í nokkur ár á hafnfirzk-
um skipum, lengst á línuveiðaranum
Málmey, norskbyggðum, 75 tonn að
stærð, og hefur Hermann gert líkan
af því skipi og er það nú í eigu Eim-
skipafélagsins. Hermann var mjög
hrifinn af því framtaki að smíðaður
var nýr togarafloti fyrir íslendinga í
Bretlandi í lok síðustu heimstyrjald-
ar, og hann vildi eiga hjá sér í stofu
eitt slíkt til að gleðast yfir framförun-
um í skipagerð fyrir íslenzka sjó-
menn til sóknar.
Hann varð sér úti um teikningu af
Nýsköpunartogara og byrjaði að
vinna að líkanasmíðinni áður en
nokkur Nýsköpunartogari var kom-
inn til landsins. Hann hafði lokið við
smíðina, þegar Ingólfur Arnarson
kom í febrúar 1947, og hann var boð-
inn þar um borð sem þingmaður, og
sá þá, að mörgu hafði verið breytt frá
teikningunni, og hann hófst þegar
handa að breyta öllu á líkani sínu,
enda kom þá Hafnarfjarðartogarinn
Línuveiðarinn Málmey. (Líkan Hermanns) Nótabáturinn sýnist vera inni á skipinu, en
svo er ekki á líkaninu og var heldur ekki í raun. Nótabátarnir héngu í bátsuglunum
utanborðs lausir við lunninguna.
V, C00T
SMlOACUS I fMðUNCI Wtl
ttrtTUR m MAfNASfjASCAR N
STíRO.Sfö 150 74 TCNN
VflAAfL 45 MfSTCfl INORM MP
SWUSfTNINSANÚMfR 0K J!C
i 1 H-r
*>• , — .. i
Líkan Hermanns af Coot, fyrsta íslenzka togaranum.
Bjarni riddari nokkru síðar, og líkan-
ið varð endanlega líkan af þeim tog-
ara.
Áður en þetta var, hafði Hermann
í nokkur ár föndrað við líkanasmíði,
en ekki ráðist þar í stórvirki fyrr en
þetta af Bjarna riddara. Þetta líkan
er meistarastykki að allri smíð, svo
sem segir í ofannefndri blaðagrein.
Það ætlaði að verða bras hjá Her-
manni að gera líkan af fyrsta íslenzka
togaranum, Coot. Af því skipi fannst
engin teikning, en Hermanni nægir
ekki minna en nákvæmar smíðalýs-