Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 75

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 75
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 73 af því að menn eru að herða sig til bardaga eins og sjómennskan var fyrrum, þar var ekkert sem hét „elsku mamma". Umskipti Frakk- anna voru þó af öðrum toga. Almenningur varð þess ekki svo mjög var þótt Frakkarnir væru yfir- leitt drukknir við land, því þeir drukku sig ekki, fremur en aðrir dagdrykkjumenn, útúr fulla eins og okkar skútukarlar, sem kysstust og slógust á víxl og sungu: „Gæðasjór með glæpafans, Grímur fór til and- skotans“, milli þess sem þeir kyrjuðu sálma. Skiljanlega hefur legið vel á þeim frönsku þegar þeir loksins höfðu fast land undir fótum, gátu þvegið föt sín og þrifið sig, fengu landgöngu-auka- skammt af víni og höfðu fagrar konur fyrir augum. Kannski hafa þeir feng- ið að þreifa á einni og einni, hver veit. Um það eru mörg munnmælin þótt engin séu um það sannindin nema einn og einn landsmaður sem hefur yfirbragð sem ættað gæti verið úr Frans. Þeim sögum fylgir að kap- teinarnir frönsku hafi átt bestan kostinn hjá kvenþjóðinni, því að yfir- leitt hafi frönsku hásetarnir verið svo illa á sig komnir, að konur töldu þá ólíklega sér til yndisauka. En ekki er þetta heldur með sannindum vitað, og ekki heldur líklegt, því að nokkur reynsla er af því að konur þessarar einangruðu eyþjóðar hafi í forvitni sinni til kynna af framandi mönnum útlendra þjóða ekki ævinlega reynst vandar að mönnum. Fróðleiksfúsar eykonur eru sagðar öðrum konum fúsari til að auka við þekkingu sína. En það vín sem jók Frökkunum gleði við land jók dapurleika mann- lífsins um borð á veiðunum. Þar var ekki staður til að gleðjast af víni, miklu heldur verða af því skapvond- ur og viðskotaillur. Það gat mörgum orðið gott af því í harðræðum að fá góðan brennivínssnafs; forðaði áreiðanlega mörgum frá lungna- bólgu, og þá var það rótsterkt brennivín, einn góður snafs. Það var áreiðanlega til á íslensku skútunum að menn hefðu út í túr með sér pela til að taka úr sér hroll ef þeir höfðu blotnað í miklum kulda og orðið gegnkaldir. Frakkarnir virðast hafa verið lepj- andi vín alla daga um borð og svo- leiðis drykkja verkar náttúrulega eins og að pissa í skó sinn. Menn frískast eitthvað í augnablikinu við snafsinn, en svo tekur við illt skap og handarbakavinna þar til annar snafs er fenginn og þannig koll af kolli sem alkunnugt er. Menn drekka sig aldrei út úr erfiðleikum, hvorki til sjós né lands. Jafnt og snafsinn hressir, eyk- ur flaskan vandræðin. Aginn hefur verið miklu meira kúgandi hjá Frökkunum en íslend- ingunum. Þær erlendu þjóðir sem stunduðu veiðar á Islandsmiðum voru hernaðarþjóðir og það var bók- staflega til þess ætlast að menn kynntust þar heraga og fengju þjálf- un til herþjónustu í sjóliðshernaði sem fyrr er frá sagt. Bilið milli undir- manna og yfirmanna var nær hið sama og á herskipum. Undirmenn- irnir áttu sér ekkert sjálfstæði gagn- vart yfirmönnum sínum. Við atvinnu sína verður þeim manni þrældómur- inn þyngri, sem finnur sig þrælfastan á fótunum, og missir mannlega virð- ingu fyrir sjálfum sér. Hann er ekki maður, heldur þræll. Trúlega er of djúpt í árinni tekið í sögu Yves frænda, að farið hafi verið með frönsku hásetana sem skepnur. Hann er greinilega ýkinn karlinn þó þetta gæti verið nærri lagi. Yfir- mennirnir virðast hafa átt sama rétt og á herskipum til að kúska menn sína ef þeim bauð svo við að horfa og tala til þeirra eins og hunda. Skilin milli yfirmanna og hásetanna hafa verið alger. Að þessu leyti var mannlífið allt annað á íslensku skútunum. íslenskir sjómenn hafa aldrei verið kúgaðir af yfirmönnum sínum. Það var mikil vinnuharka á íslenskum skipum og misjafnt hvað skipstjórar blönduðu mikið geði við háseta. Einkum þótti stöku skipstjóri allstór uppá sig á fyrstu togurunum; apaði það eftir Englendingum sem kenndu okkur togveiðar. En þetta fór fljótt af. Hrokagikksháttur gekk ekki, því þá héldu skipstjórarnir ekki góðum mönnum til lengdar og þessi merki- legheit áttu ekki við mörlandann. Þrátt fyrir vinnuhörkuna umgeng- ust skipstjórar yfirleitt háseta sína eins og jafningja þegar vinnunni sleppti, svo sem á stímum og við ýmis tækifæri þegar stund gafst milli stríða. Röbbuðu þeir þá við menn sína og voru flestir hinir almennileg- ustu. Þá þræluðu yfirmennirnir ekki minna en hásetarnir. Á skútunum voru það formenn af árabátum sem urðu skipstjórar og stóðu þeir við hlið hásetanna við færi sitt og voru þannig í verki með háset- unum. Ekkert haf gat því myndast undir þessum kringumstæðum milli háseta og yfirmanna. Á íslenskum fiskiskipum var mönnum ekki refsað fyrir annað en ódugnað og það gerðist ekki fyrr en komið var í land. Þeim var sagt upp skipsrúminu. Mikil vinnuharka var á íslenskum skipum. Öllum, jafnt undir- sem yfirmönnum, var kappsmál að hafa sem mest upp. Og það voru ekki aðeins auknir tekjumöguleikar sem ýttu undir íslensku fiskimennina að sætta sig við mikla vinnu, heldur áttu menn metnað í sjómannsstarfinu. Það var virðing að því að vera dug- legur sjómaður. Þeir menn nutu ekki aðeins virðingar um borð, heldur einnig í landi með almenningi, á þessum tímum sem sjómennskan var almenningi tengdari en nú er orðið. Menn sem höfðu orð á sér fyrir að vera duglegir sjómenn gátu valið sér góð skipsrúm. Sjómennskan var mesta framavonin fyrrum. Ungir og öflugir menn stefndu strax að því að verða stýrimenn og síðan skipstjórar. Miðað við að íslandsveiðarnar voru Frökkunum nauðungarvinna, hefur hinn almenni háseti ekki átt neinn metnað í því starfi. Hans heit- asta ósk var að fá tækifæri til að losna úr því. Þessi skortur á metnaði í starf- inu ásamt engri löngun til að framast í því hefur enn verið eitt af því sem gerði Frökkum mannlífið enn dapur- legra en íslendingum. Þá er eftir að nefna það sem kann að hafa verið ein meginorsök bæða slysa og dapurs mannlífs. Frakkarnir áttu mikinn fiskiflota fyrir landi á sjómennskutíma Yves, 25 þúsund þilskip að sagt var. Sá floti hefur náttúrulega ekki allur verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.